Vantar þig ennþá hugmynd af jólagjöf?

15 Dec 2017

Ég ákvað að setja saman lista af hlutum sem ég er það ánægð með að ég myndi vilja gefa öðrum. Mér finnst ekkert skemmtilegra en að velja gjafir fyrir þá sem mér þykir vænt um. 


GLAMGLOW Flashmud Brightening Treatment/ Fæst ma. í Hagkaup
Mér finnst maskar alveg frábær gjöf. Það elska allir húðdekur. Það þarf ekki að vera að þessi maski henti endilega öllum húðtýpum en Glamglow maskarnir eru margir og flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi frá þeim.

GUERLAIN Abelle Royale Olía/ Fæst ma. í Hagkaup
Ég fékk þessa dásamlegu olíu í Goody Bag á viðbuðinum hjá Kolbún Vignis x Moss og ég varð virkilega impressed. Ég er ekki vön að nota olíur hversdags eða undir farða en þessi finnst mér dásamleg. Æðislegur ilmur og skilur húðina ekki eftir löðrandi í olíu heldur bara silkimjúka og fína. Mæli hiklaust með þessari. 

ARMANI Because its You Ilmur/ Fæst ma. í Hagkaup
Þennan ilm er ég búin að nota daglega síðan ég fékk hann. Hann er einhvernvegin ferskur en samt frekar þungur á sama tíma. Ég elska ferska ilmi en á veturna finnst mér skemmtilegt að skipta yfir í eitthvað aðeins þyngra eða meira musk og þessi hefur bara verið í miklu uppáhaldi. Ilmurinn er nýlegur frá Armani en hann kom út í haust. Það er einnig ilmur fyrir karlmenn úr sömu línu sem er líka mjög góður. 

BLUE LAGOON Alage Maski/ Fæst HÉR
Ég elska maska sem skilja eftir sig fallegan ljóma á húðinni líkt og þessi gerir. Ég er roslaega ánægð með hann en Bláa Lóns vörurnar eru hágæða íslenskar vörur eins og kannski flestir vita. Virkilega falleg gjöf. 

MANUKA DOCTOR Purifying Face Peel Maski/ Fæst HÉR
Þessi maski hefur verið í uppáhaldi í rúmt ár hjá mér. Það er eitthvað hættulega þæginlegt við að plokka hann af sér og hvað þá þegar húðin verður eins og silki eftir á. Maskinn er unnin úr manuka hunangi og hágæða innihaldsefnum. Dekur í algjörum gæðum. 

SRUB LOVE Body Scrubs /Fæst HÉR
Þessir skrúbbar eru ein dásemd! Það eru svo mikið af góðum ilmum sem hægt er að velja úr og skilja þeir húðina eftir silki mjúka. Mjög sniðugt fyrir þá sem nota mikið af brúnkukremi eða eru með þurra húð! 


Yankee Candle /Fást ma. HÉR
Klassísk stór ilmkerti, hægt að velja úr mörgum góðum ilmum. 

Völuspa /Fást í versluninni MAIA
Fallegar umbúðir og dásamleg lykt. Hægt að velja um marga fallega liti og gjafaöskjur en þessvegna finnst mér kertin henta svo ótrúlega vel í gjafir. Það er einnig hægt að fá þessa ilm stikla frá þeim en mér finnst fallegt að gefa slíka og kerti í stíl. Vörurnar eru ótrúlega fallegar til þess að skreyta heimilið. 

Woodwick /Fást ma. í Hagkaup
Hægt er að velja um nokkrar týpur frá þeim en þetta sem ég setti á myndina hérna fyrir ofan er mitt uppáhald en kveikurinn lyggur þvert í gegnum kertið og myndar hann hljóð eins og kveikt sé á arinn. Ómissandi í gott kósý kvöld. 

Bath and Bodyworks /Fást ma. í Fríhöfninni 
Bjóða upp á mikið úrval af ilmkertum en það eru þrír kveikar á þessum stóru. Gefa frá sér fallega birtu og koma í fallegum umbúðum. Mikið af góðum ilmum í boði frá þeim.