ilmvötn og ilmolíur

17 Dec 2017

Að þessu sinni fær ilmfíkilinn í mér að láta ljós sitt skína! Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum sem þekkir mig að ég er vægast sagt trylltur í ilmvötn og ilmolíur. Ég eyði allt of miklum pening í það eitt að lykta vel og ég fer ekki úr húsi nema að ég sé búinn að hella yfir mig eitthverjum ilmum. 

ðÉg ef oft spurður út í hvaða ilmi ég er að nota og langar mig því að segja ykkur kæru lesendum hvað ég hef helst verið að nota. 

Ég nota eingöngu ilmvötn og ilmolíur sem er framleitt úr náttúrulegum hráefnum eins og t.d. Cedar, Vetiver, Amber og fleira. Þess konar ilmvötn og ilmolíur finnst mér skemmtilegast að nota vegna þess að þau aðlagast húðinni og blandast saman við húðlyktina á manni sjálfum og þar af leiðandi eru ilmirnir mismunandi á hverjum og einum. 

 

Að mínu mati fást bestu lyktirnar í Aftur á Laugavegi 31.  Þar hef ég verið að kaupa mér ilmi frá merkjunum DS & Durga og OLO fragrance. Það er ekkert sem jafnast á við þá sæluvímu sem ég dett í þegar ég fer að sniffa vörurnar frá þessum merkjum! 

Frá merkinu OLO fragrance hef ég aðallega verið að kaupa mér eftirfarandi tvo ilmi : 

  • Dark Wave, í þeirri ilmolíu eru hráefni eins og t.d. kardimomm, Indónesískur vetiver og wood
  • Palo Santo, í þeirri ilmolíu eru hráefni eins og t.d. Palo santo ( viðar tegund), Síam viður og hvít Champa blóm

 

 

Merkið OLO býður engöngu upp á ilmolíur í roll-on flöskum. 

 

 

Frá merkinu DS & Durga hef ég aðallega verið að kaupa mér eftirfarandi : 

  • Burning Barbershop (uppáhalds), í því er t.d. lavender, minta, brennd olía, vanilla, lime, hey og fl. 
  • Siberian Snow, í því er t.d. patchouli, amber, styrax, wintergreen mint, civet og fl. 
  • Missisippi Medicine, í þeirri olíu má finna t.d. rauðan cedar, sýprus rót, frankincense, birkitjöru og fl. 
  • Debaser, hægt að fá bæði sem sprey og olíu en í Debaser má finna t.d. bergamot, fíkjur, kókósmjólk, íris, mosa og fl. 

DS & Durga býður bæði upp á ilmvötn í úðaflöskum og ilmolíur í roll-on flöskum og ótrúlega fallegar umbúðir!

 

Allt eru þetta lyktir sem ég hef verið að nota og ég gæti rantað endalaust um það hvað mér finnst þær góðar! Umbúðirnar eru sjúklega flottar og stílhreinar. 

Svo er gaman að segja frá því að hver lykt hefur sína sögu að segja. Við framleiðslu á ilmunum er ávkeðin staður, stund, manneskja, umhverfi, tilfinning og minning höfð í huga til að einkenna ilminn. Í pakkningunum fylgir með miði sem segir frá hvað haft var í huga við framleiðslu ilmsins. Persónulega finnst mér mjög gaman að lesa lýsingarnar á ilmunum því þá öðlast þeir frekari persónuleika. 

 

Ef það er eitthver þarna úti sem tengir við þessa ilmfíkn í mér þá mæli ég mjög mikið með að sá hin sami geri sér ferð í Aftur á Laugavegi og tékki á þessum vörum! 

 

Þar til næst 

 

xxx

 

Alexander Sig

 

ig @alexandersig

makeup ig @facesbyalexsig