Zolo Ilmkerti

18 Dec 2017

Færslan er unnin í samstarfi við ZOLO.IS

Ég fékk þessi dásamlegu kerti um daginn. Ég er kerta sjúk á þessum árstíma og þessi eru komin í mikið uppáhald strax! 
 

Zolo.is er verslun með allskonar skemmtilegum vörum. Búðin er ótrúlega falleg og er alltaf að bætast í úrvalið hjá þeim. Ég hef meðal annars talað um ilmolíulampa frá þeim hér á blogginu sem er í algjöru uppáhaldi en Zolo.is er með mikið úrval af slíkum. Nýjasta viðbótin í þeirra úrval eru þessi dásamlegu ilmkerti og room spray. Ilmkertin frá Zolo eru hágæða lúxus ilmkerti, handgerð í London. Kertin eru gerð úr einstakri vax blöndu sem inniheldur einungis náttúruleg hráefni, þ.m.t kókos vax. Zolo ilmkertin brenna hægt og jafnt og gefa frá sér mikinn og góðan ilm, það fer því ekkert á milli mála þegar kveikt er á þeim!

Grýlukerti er jólailmurinn frá þeim sem kemur í dásamlegum hvítum og silfruðum umbúðum en sú lykt er blanda af framandi kryddum og ilmandi kanilstöngum, í bland við sætar appelsínur og sandalwood. Dásamleg lykt sem skemmir ekki fyrir svona í aðdraganda jólanna. 

230 er lyktin í svörtu umbúðunum með gyllingu og kemur einnig room spray með sömu lykt. Ég er obsessed!!! Eins og stendur í lýsingunni af heimasíðunni þeirra þá er lyktin bland af Vetiver og sætum hindberjum, Oudh og Marókóskar rósir í bland við Patchouli & örlítið af Cedar. Ég fæ svei mér þá ekki nóg. Frábær hugmynd af jólagjöf og svo skyldu eign fyrir kerta og lyktar perra eins og mig. 
 

Þið getið skoðað úrvarlið HÉR