Duck Canneloni

19 Dec 2017

Canneloni fyllt með önd er réttur sem ég fæ mér á uppáhalds veitingastaðnum mínum í Barcelona Vivant. Ég ákvað að reyna að endurgera hann heima í eldhúsinu. Rétturinn var ótrúlega góður og heppnaðist vel og einfaldur að gera enda fór ég auðveldu leiðina.

Ég keypti tvö forelduð og tilbúin andarlæri sem þarf einungis að hita í ofni í nokkrar mínútur.
Svoleiðis hef ég séð meðal annars í Hagkaup á Íslandi bæði í kæli og frosið.
Það er einnig hægt að nota bringur og elda þær sjálfar.
Ég byrjaði á því að að hita öndina upp í nokkrar mínútur í ofninum einungis til þess að bræða fituna.
Síðan tók ég hana út úr ofninum og reif allt kjötið af beinum og notaði síðan tvo kafla til að tæta kjötið í sundur í skál og salta og pipra smá.Bechamel sósa

50 g smjör

40 g hveiti

1/2 lítri mjólk

50 g parmesan ostur

salt og pipar

smá múskat
 

Hitið hellu á frekar lágum hita og bræðið smjörið, hellið síðan hveitinu í og hrærið þangað til það er orðið að einhvers konar þykku kremi.

Bætið síðan mjólkinni, parmesan ostinum, saltinu, piparnum og múskatinu við og hrærið í 10 mín.Þetta er rosalega fljótt að þykkna og verður að þykkri sósu þannig passið að standa við helluna og hræra reglulega.

Þú tekur síðan kjötið og fyllir Canneloni pasta og raðar í eldfast mót og hellir bechamel sósunni yfir og setur inní ofn á 180° í hálftíma.

Ég mæli með að skilja aðeins sósu eftir í pottinum og hella síðan yfir þegar þú tekur úr ofninum.
 

Mér finnst rauðvín passa frekar með réttinum heldur en hvítvín ef þú ætlar að drekka vín með matnum.

Mér finnst betra að hafa frekar létt og þægilegt rauðvín það er mikið bragð af öndinni.Það sem er líka sniðugt af ef þið eruð með önd eða gæs yfir hátíðarnar þá er þetta rosalega góð lausn til þess að nýta og búa til góða afganga.

Ef þið prófið þessa uppskrift þætti mér gaman að fá að vita. Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan eða taktu mynd og # á myndinni á Instagram #femmeisland