HEIMA - Lagt á borð

21 Dec 2017

Í jólablaði Morgunblaðsins sem kom út núna í byrjun desember mátti finna myndaþátt og stutt viðtal frá mér. Myndirnar tók ég hér heima af borðstofuborðinu sem fór í smá jólabúning. 

Ég vildi alls ekki jóla yfir mig í þessum skreytingum, þess vegna hafði ég þetta einfalt & stílhreint. Greni, brass, smá mynstur, kertaljós og endurtekin litapalletta - Það þarf stundum ekki meira. Ég lét glimmerið og jólalega jólaskrautið eiga sig í þetta skiptið. 

Neðst í færslunni fá finna allar upplýsingur um alla hluti sem birtast á myndunum. borð - VIGT
stólar - HEIMAHÚSIÐ
málverk - MYND EFTIR MIG
bakki - NORR11
hvítvínsglös - FREDERIK BAGGER/NORR11 - SNÚRAN - MÓDERN
vatnsglös og skálar - EPAL - ILVA
hvítir matadiskar - IKEA
kökudiskar - Filippa K/KOKKA
hnífapör - ILVA
servíettuhringir - BROSTE/HÚSGAGNAHÖLLIN
tau servíettur - ZARA HOME
kertastjakar - GÓÐI HIRÐIRINN
litur á vegg - DÖGG/SLIPPFÉLAGIÐ