Jóladressin

21 Dec 2017

Ég var beðin um að setja saman nokkur lúkk sem ég ætla að nota um jólin fyrir Víkurfréttir en það er vikulegt blað sem kemur út fyrir okkur suðurnesjamenn. Mig langaði líka til að deila þeim með ykkur hér líka. 

Ég var ekki búin að tala um það hér en ég keypti mér loðkápuna úr Moss by Kolbrún Vignis í G17. Ein dásamlegasta flík sem ég á en hér að ofan er ég í henni við gamlan pallíettu topp og svo er húfan líka Moss by Kolbrún Vignis. Þessar flíkur verða hiklaust notaðar um hátíðarnar.  

Ég er búin að eiga þessa blessuðu dragt í dágóðan tíma og mér finnst hún bara aldrei klikka. Líka fullkomin til þess að klæða sig upp á þessum árstíma og skjótast í jólaboð til dæmis. Ég elska líka að nota pelsa eða loðfeld yfir hana. Ég fékk hana í Galleri Keflavík ásamt skónum og eyrnalokkunum. Loðfeldurinn er úr H&M en ég skrifaði færslu um hann um daginn.Svo er það jólakjóllinn sjálfur en mikið er ég ánægð með hann. Hann fékk ég í Galleri Keflavík nú á dögunum og fæst hann þar enn ásamt því að fást einnig í rauðu. Hann er ótrúlega klassískur en samt svo skemmtilegur í sniðinu. Hann er stuttur í hliðunum og kemur líka ótrúlega fallega út á hlið. Ætla að vera í þessum á aðfangadag. Svo er það auðvitað þessi dásamlegi wrap around kjóll úr Moss by Kolbrún Vignis. Ég hef ekki ennþá notað hann sem kjól en ég hef meira verið að vinna með að nota hann opinn, en það er einnig hægt að binda hann bara fyrir aftan bak og nota hann td. yfir topp og háar gallabuxur. Ég hafði hugsað mér að nota hann yfir jólin sem kjól með fallegu loði. Loðfeldurinn, eyrnalokkarnir og skórnir eru allt úr Galleri Keflavík