Kakó & Kaffi Kahlúa með súkkulaðitrufflum

21 Dec 2017

Kahlúa er líkjör sem ég á alltaf til því ég nota það í uppáhalds kokteilinn minn Espresso Martini. Það er samt takmarkað hvað ég drekk mikið af honum og vantaði mig hugmyndir til að nýta það betur í bakstur og flera. Ég á pinterest og leitaði eftir Kahlúa uppskriftum og það er heill hellingur af uppskriftum til. Það er auðvitað klassískt að nota það í Tiramisu og fleiri rétti en mig langaði að gera eitthvað gott fyrir jólin. Ég ákvað því að gera súkkulaðitrufflur með Kahlúa.

Færslan er ekki kostuð.Kahlúa nota ég líka í kaffi og kakó um jólin og hef gert það í mörg ár.
Mér finnst í raun heitt kaffi með Kahlúa eins og heitur espresso martini.Helli eins og einu skoti úti sterkt kaffi með rjóma og súkkulaðispæni eða heitt súkkulalaði.
Það er oft sem ég geri líka Irish Coffee og uppskrift af því má finna hér.

Hér er kaffi með Kahlúa og Kahlúa súkkulaðitrufflur með.Kahlúa-trufflur

150 g dökkt 70% súkkulaði
1 dl rjómi
½ msk smjör
1 1/2 msk Kahlúa

Rjóm­inn og smjörið hitað við væg­an hita í potti. Súkkulaðið brytjað út í og hrært þangað til bland­an verður mjúk og áferðarfalleg síðan er Kahlúa sett út í síðast.

Settu súkkulaðiblönduna síðan í skál og í kæliskáp í 2-4 klst eða þangað til hún er orðin stíf.

Bún­ar eru til kúl­ur þannig að tekið er smá af mass­an­um í te­skeið og síðan not­ar maður hend­urn­ar til að hnoða litl­ar kúl­ur.

Kúl­unni dýpt í dökkt súkkulaði eða hvítt súkkulaði og látið á disk.
Þú getur líka vellt þeim uppúr hnetum, kakó eða kaffisúkkulaðispæni.
Kúlurnar eru best geymdar í kæli.


Svo er það bara að passa að klára ekki svo að ég eigi í Espresso Martini á áramótunum..

Marta Rún