Last Minute Jólagjafir

21 Dec 2017

Nú er heldur betur farið að styttast í jólin og eflaust margir búnir að redda öllum jólagjöfum. Alltaf eru samt til haugar eins og ég sem eiga eftir að græja þónokkrar gjafir, korter í jól! Ef maður veit ekkert hvað skal gefa, þá er gott að leita á internetinu að hugmyndum. Ég ætla að gefa ykkur nokkrar hugmyndir af skemmtilegum jólagjöfum fyrir makeup og húðvöru unnendur. 

.

 

- Nabla, Dreamy Liquid Lipstick - Rumors.  Mjög fallegur varalitur í hinum fullkomna rauða lit. Tryllt formúla sem inniheldur Shea Butter sem nærir varirnar. Liturinn er sterkur og haggast ekki af vörunum. Vörurnar frá Nabla eru 100% Vegan og cruelty free. Falleg og einföld gjöf sem ætti að henta öllum sem elska förðunarvörur. Fæst í Nola.is Höfðatorgi, Katrínartún 2.


- Skyn Iceland - Nordic Skin Peel. Kælandi djúphreinsiskrúbbur með ávaxtasýrum. Þessi vara bókstaflega breytti lífi mínu. Í öllum þeim loftlagsbreytingum sem hafa verið áberandi hér á landi síðustu misseri, þá ákvað húðin mín að að fríka út. Ég byrjaði að fá bólur og áferðin á húðinni varð hrjúf og þurr. Að sjálfsögðu kom ekkert annað til greina en að senda neyðarboð til Karin í Nola og hún mældi með að ég fengi mér þessa vöru, og nú mæli ég með þessari vöru fyrir alla! Sama hvort húðin þín sé í uppreisn eða ekki, þá er þetta eitthvað sem allir ættu að eiga. Þetta eru einskonar bómullarskífur sem skrúbba yfirborð húðarinnar og innihalda mjólkursýrur og ávaxtaensím. Skrúbburinn hreinsar úr opnum svitaholum og endurvekur hreinleika, frískleika og ljóma. Hentar viðkvæmri húð og er einstaklega milt og róandi. Hentar konum sem körlum. Fæst í Nola.is - Höfðatorgi, Katrínartún 2.


- Obsessive Compulsive Cosmetics - Glimmerin. Alltaf hentugt að eiga flott glimmer til að fullkomna góða förðun og þá sérstaklega yfir hátíðarnar. Glimmerin frá Obsessive Compulsive Cosmetics eru 100% vegan og cruelty free, gullfalleg og hægt er að fá þau í www.coolcosiceland.is 


- L’Oreal leir maskarnir - Góð gjöf fyrir þá sem vilja sitja heima í kósý yfir hátíðarnar og dekra við húðina á sér!  Fást í Lyf & Heilsu og Hagkaup- Anastasia Beverly Hills - Nichole Guerriero Glow Kit. Ég vil meina að það sé draumur allra landsmanna að eiga eina highlighter pallettu frá Anastasia Beverly Hills enda er hún drottning makeup heimsins. Fæst í Nola.is - Höfðatorgi, Katrínartún 2. 

- NYX Professional Makeup - In Your Element Fire. Sturlað flott augnskuggapalletta í heitum og skærum litum sem hver og einn förðunaráhugamaður ætti að eiga. Fæst í NYX Professional Makeup - Hagkaup Kringlunni og Smáralind

- Embryolisse, Lait Creme Concentré. Eitt besta rakakremið á markaðnum í dag. Algjör rakabomba og geggjaður primer. Fæst í Nola.is - Höfðatorgi, Katrínartún 2.Vonandi kemur þessi færsla eitthverjum að góðum notum og gangi ykkur vel að klára allt jólastússið! 

Þar til næst 

xxx

Alexander Sig 
ig @alexandersig 
makeup ig @facesbyalexsig