Jóla Dögurð

22 Dec 2017

Það hljómar vel í mínum eyrum að vakna einn dag um jólin og útbúa dýrindis Bröns fyrir mig og mína. Njóta samverunnar eftir amstur jólaundirbúningsins. Breyta mögulega út frá vananum og halda jóla-hádegismat í staðinn fyrir kvöldverð og slaka frekar á um kvöldið.
Það eru til óteljandi hugmyndir af hádegisverðum og uppskriftum af þeim á veraldarvefnum. En hérna koma nokkrar sem slá í gegn og eru pottþéttar.

Eggjamúffur - Fyrir sex manns

6 egg
6 beikonsneiðar
3-4 sveppir (eða annað grænmetið sem þið viljið)
2 sneiðar skinka
Handfylli rifin ostur
Salt og pipar

Hitið ofninn í 180°C. Þeytið eggin saman og kryddið með salti og pipar. Skerið sveppina eða það grænmeti sem þið hafið valið, smátt niður og bætið út í eggjablönduna. Blandið vel saman og bætið ostinum út í (það er mjög gott að nota parmesan ost eða annan ost sem til er). Einnig er gott að sáldra kryddjurtum yfir til að bragðbæta, t.d. steinselu eða coriander. Skiptið deiginu niður í bollakökuform, mæli með að nota möffins sílikonform. Smyrjið það að innan svo ekkert festist við. Dreifið rifnum osti yfir og bakið við 180°C í miðjum ofni í 20 – 25 mínútur eða þegar eggjamúffurnar eru gullinbrúnar. Berið strax fram.

Jóla - Pönnukökur - fyrir sex manns

1 msk lyftiduft
¼ tsk salt
1 tsk sykur
2 egg (léttþeytt)
30 g smjör
300 ml mjólk
225 hveiti
1 tsk vanilludropar
Hnífsoddur af kanil (má sleppa)

Þeytið eggin lítillega. Bræðið því næst smjörið og kælið. Setjið öll hráefnin í hrærivél og blandið saman.
Setjið smjör á pönnu og hitið. Bakið pönnukökurnar og snúið þeim við þegar loftbólur eru farnar að myndast í deigið.

Kanilsteiktir banana ofan á pönnukökurnar

2 bananar
2msk kanilsykur
Skerið banana í sneiðar og leggið á pönnu. Sáldrið kanilsykri ofan á hvern banana fyrir sig, snúið banananum við eftir mínútu og sáldrið kanilsykri á hina hliðina.


Saltaðar súkkulaði mandarínur

4 stk Mandarínur
100 gr dökkt súkkulaði
smá salt
Hitið súkkulaði yfir vatnsbaði. Dýfið helming  af mandarínubátunum í súkkulaði og leggið á bökunarpappír, sáldrið smá salti yfir.

Beikonvafðar döðlur
Dölur eins og þarf vafðar inní beikon og sett í eldfast form. Setjið í 200°c heitan ofn þar til beikonið er orðið dökkt .


Verði ykkur að góðu