Fullkomið kósýkvöld í desember

23 Dec 2017

Prófatörnin kláraðist hjá mörgum lesendum okkar í vikunni, eins erfið vinnuvika hjá öðrum og almennt jólastúss og stress farið að kikka inn. Hvað er betra en að tríta sig eða aðra eftir slík erfiði..

Þessi færsla er ekki kostuð..

Það þarf ekki mikið til að gleðja þann einstakling.
Láttu renna í bað, hafðu eitthvað smá dekur með eins og ilmkerti & baðsalt. Vertu búin að finna uppáhalds bíómyndina hennar/hans í tölvunni eða jafnvel góða bók sem sá einstaklingur ætlaði að lesa um jólin. Til hliðar ertu búinn að koma fyrir andlitsmaskanum, rakvélinni, djúpnæringunni og dásamlegum fullorðinsdrykk.  

Gerðu vel við mömmu þína, maka, vinkonu eða systur  -  Þú færð það líklega til baka einn daginn. 

______

1. Sloppur úr velúr - Lindex
2. Ilmkerti - Módern
3. Glamglow supermud maski - Fotia
4. Angan baðsalt - Heilsuhúsið
5. Armani ilmur - Hagkaup
6. Essie Wild Nude - Hagkaup

______