JÓLAINNPÖKKUN VOL II

26 Dec 2017

Gleðilega hátíð kæru lesendur. 
Ég sit hér og skrifa ykkur á huggulegu jóladagskvöldi eftir miðnætti, tæknilega séð orðin 26 ára þar sem að 26. des er minn afmælisdagur. 
Á morgun verða þó bara rólegheit og kósí eins og ég sjálf vill hafa það. 

_______________________
 

Að allt öðru. 

Ég var mjög sein í því að pakka inn þetta árið og kemur þessi færsla því í seinna lagi. 
Ég er oft búin að öllu mjög snemma en eitthvað klikkaði í ár og ég endaði á að kaupa síðustu gjöfina á þorláksmessu og pakka öllu inn sama kvöld. 
Ég var þó löngu búin að ákveða þema en innpökkun er að vissu leyti smá hobbí hjá mér - nördalegt ég veit. 

Ég setti nokkrar myndir af pökkunum á instagram stories og fékk fjölmargar spurningar út í tréstafina. Ég keypti þá í nýlegri föndurbúð í Smáralind sem heitir Panduro. Ég var búin að rekast á þessa hugmynd á pinterest með hvítum stöfum en finnst þessir tréstafir koma mjög vel út. 
Ég var þó ekki eins skipulögð með pappírinn enda keypti ég fimm mismunandi tegundir þessi jólin. Ég ákvað á endanum á að hafa þá nokkuð stílhreina. Svart, hvítt og gull. Ég fékk hvíta og svarta pappírinn í Ikea en gyllta í Söstrene Grene. Borðinn og merkisspjöldin eru úr Tiger.  

Fyrir áhugasama þá gerði ég svipaða færslu í fyrra en þið getið kíkt á hana hér