HAPPY NEW YEAR

27 Dec 2017

Áramótin eru eitt stærsta kvöld ársins og þá er öllu til tjaldað. Það sem flestir pæla hvað mest í eru drykkirnir. Það er gaman að prufa sig áfram með allskyns kokteila, glös og skraut. 

Í samstarfi við Fentimans þá ákvað ég að dekka upp áramótaborð og koma með nokkrar hugmyndir af gómsætum áramótadrykkjum. 
Ég fékk Partývörur17 sortir & Norr 11 í lið með mér en þau sköffuðu þetta fallega props til þess að fullkomna þessa glæsilegu áramótaveislu.  

_______________


Ég ákvað að blanda einfalda gin kokteila að þessu sinni og notaði Geranium Premium London Dry Gin (sjá sölustaði hér) og Fentimans gosdrykki. 
Fentimans er fyrirtæki sem hefur framleitt gosdrykki í yfir 100 ár og notar til þess forna aðferðarfræði sem sker sig frá öðrum gosdrykkjaframleiðendum. 
Drykkirnir eru gerjaðir og þá er vökvinn látinn liggja í tunnu í heila viku sem hrært er í og gosið myndast. Á meðan eru kryddin og hráefnin í tunninni sem stuðlar að því að hver drykkur býr yfir sterku náttúrulegu bragði og er það eitt helsta einkenni Fentimans drykkjanna. Fentimans fer víða um heim til þess að velja kryddin og jurtirnar í uppskriftirnar sínar og hægt er að fræðast meira um það ferli hér. Drykkirnir eru að auki vegan og glúten fríir

 

Gin + bleikt tonic = gamechanger! - gullfallegur drykkur í þokkabót.
Það þarf meira en gott gin til að blanda góðan G&T. Þegar maður er með tonic sem búið er að gerjast í heila viku með náttúrulegum kryddum þá finnur maður muninn. 
Fentimans framleiðir fjórar tegundir af tonic og er þetta í miklu uppáhaldi. 

Ég skreytti glösin með rósmarín og þræddi brómber í gegn. Ég fékk þessi dásamlegu Gatsby glös í afmælisgjöf en þau eru frá Frederik Bagger. 

 
 

Engiferbjór er einn af mínum uppáhalds drykkjum - einn og sér eða blandaður í kokteil. Rífur vel í og kemur á óvart hvað þessi drykkur passar vel með gini - Mæli með að prófa!
 Næst notaði ég þessi fallegu kokteila glös einnig frá Frederik Bagger en þau fást í Norr 11.
Ég ákvað að nota alvöru rósablöð til að skreyta drykkina enda vel við hæfi með rósa límónaðinu. 
Það er mikil fræði á bak við þennan dýrindis drykk. Rósaolían sem notuð er í þessari uppskrift er gerð úr handtýndum rósablöðum frá Kazanlak í Búlgaríu. Blöðin eru týnd einu sinni á ári, einungis milli 4 og 6 á morgnana en þá er ilmur blaðanna sterkastur. 

_____________

Vonandi nýttust þessar hugmyndir einhverjum en þessir gómsætu drykkir krefjast ekki of mikillar fyrirhafnar sem ég elska. 

Fentimans drykkirnir eru einnig mjög bragðgóðir einir og sér og því að sjálfsögðu hægt að gera svokallaða virgin kokteila með þeim líka.

HAPPY NEW YEAR!!

_____________


Fentimans drykkirnir eru fáanlegir í Hagkaup.  


Takk fyrir að lesa & sjáumst á nýju ári,