Glimmer, Glans og Áramót

28 Dec 2017

Nú eru áramótin farin að nálgast. Þá finnst ef til vill mörgum mjög gaman að gera eitthvað smá extra þegar kemur að því að farða sig. 

Jú gimmer og metalic augnskuggar! Þegar kemur að áramóta makeup-i finnst mér nauðsynlegt að eiga glimmer, metallic augnskugga og s.fr.v. Ég ætla að koma með nokkar hugmyndir fyrir þá sem langar til að glitra sig aðeins upp fyrir áramótin. 

 

Fyrst og fremst þá þurfa allir eyedust og glimmer unnendur að eiga góðan glimmer festi! Ef ekki er notaður einhverskonar glimmer festir þá getur maður kvatt glimmer augun og sagt halló við glimmer andlit, hár, föt og hendur. Hér eru góðir glimmer festar sem ég hef verið að notast við og mæli með að allir næli sér í. 

 • Dust & Dance glitter glue. Þessi glimmer festir virkar vel fyrir allar tegurndir af glimmeri, eyedust, og glimmer flögum. Hægt er að nota hann á andlit og augu. Ótrúlega góð ending og þú getur tekið glitrandi á móti áramótunum og ekki haft neinar áhyggjur af því hvort glimmerið sé að fara á eitthvað flakk. Fæst á haustfjord.is 

 • NYX Professional Makeup Glitter primer. Er með þeim bestu á markaðum í dag. Hægt er að nota hann á augu, varir og andlit. Ótrúlega þægileg formúla að vinna með sem tekur vel við öllum týpum af glimmeri og er fljót að þorna og haldast á alla nóttina. 

 

 

Það eru til svo ótrúlega mörg skemmtileg glimmer á markaðnum í dag en ég ætla að sýna ykkur mín allra uppáhalds. 

 • Dust & Dance glitter. Þetta eru glimmer flögur sem mér finnst mjög fallegt að setja í innri augnkrók, í miðjuna á augnlokum og í miðjuna á neðra augnsvæði. Glimmert flögurnar fást í allskonar litum og lita samsetningum. Mínir allra uppáhalds litir af glimmer flögum frá Dust & Dance eru Champagne Sparkles, Iridescent Pink Angel og The Magician. Dust & Dance vörurnar fást á haustfjord.is
   
 • NYX Professional Makeup - Face & Body Glitter. Fallegt fíngert glimmer sem fæst í mörgum litum. Mínir uppáhalds glimmer litir frá þessu merki eru Bronze, Rose og Crystal.  

   
 • Eye Kandy. Töfrandi falleg fíngerð eye dust sem allir geta fundið sér eitthvað frá. Eye Kandy er það merki sem ég hef verið að notast hvað mest við þegar kemur að því að nota glimmer. Úrvalið er endalaust og hægt er að leika sér mikið með þessi glimmer. Mæli með að nota þau á augun, koma mjög fallega út á vörum ef þau eru sett yfir varalit eða blandað saman við glæran gloss og alltaf fallegt að setja smá af þessum glimmerum yfir highlighter ( alls ekki mikið). Mínir uppáhalds litir eru XOXO, First Crush, Luna Rising og Winter Wonderland. Fáanlegt á haustfjord.is    Hér má sjá förðun eftir mig á Kolbrúnu Önnu (bloggari á Femme.is) þar sem ég notaði glimmer frá Eye Kandy í litnum Luna Rising 


 •  
 • Urban Decay - Heavy Metal glimmer eyelinerarnir eru einstaklega fallegir og auðveldir í notkun. 
 

Fyrir þá sem vilja ekki nota glimmer en vilja samt fá smá pop í augnförðunina sína þá mæli ég með að notast við metallic augnskugga. Þannig er hægt að ná fram aðeins látlausari förðun með smá glans. 

Ég hef aðallega verið að nota augnskugga með metalic áferð frá NYX Professional Makeup og Nabla Cosmetics

 • Frá Nabla eru uppáhalds augnskuggarnir mínir Luna, Millenium, Alchemy og Virgin Island. Þessir augnskuggar fást stakir en einnig er hægt að kaupa tóma segul pallettu sem hægt er að setja augnskuggana í og búa sér til sína eigin palettu. Fáanlegt hjá Nola.is 


Luna og Millenium 

 Alchemy og Virgin Island 

 

 • NYX Professional Makeup - Prismatic Shadows. Stakir augnskuggar með geðveikri metalic áferð í öllum regnbogans litum. Mínir uppáhalds litir eru Fire Ball, Frostbite, Girl Talk og Liquid Gold


  NYX Professional Makeup Prismatic Shadows í litunum Fire Ball og Girl Talk


   
 • NYX Professional Makeup - Lid Lingerie. Fullkomin vara fyrir þá sem kunna ekki mikið að mála sig og vilja ná fram fallegri augnförðun. En þetta eru blautir augnskuggar sem fást í nokkrum litum og er auðvelt að setja á augun, blandast auðveldlega út og þorna fljótt. Hægt er að nota puttana, aungsuggabursta og auðvitað burstann sem er í sjálfri vörunni. Mér finnst litirnir Nude To Me, Night Glow og Whimsy fallegastir og hef mest verið að nota þá. 


Allir litirnir í Lid Lingerie en  fyrir stuttu var einnig að bætast við ný lína frá Lid Lingerie með möttum augnskuggum í sömu formúlu. Ég hef verið að sjá marga útlenska áhrifavalda á samfélagsmiðlum vera að gera á sig glimmer varir. Ég geri mér alveg fulla grein fyrir því að það er alls ekki eitthvað sem allir myndu treysta sér í að vera með en mér finnst eitthvað svo flott við glimmer varir. Það eru eflaust eitthverjir sem myndu vilja rokka glimmer varir um áramótin. 

Það eina sem þú þarft til að ná fram glitrandi vörum er mattur liquid lipstick sem þornar á vörunum og helst vel, glimmer festir og glimmer í svipuðum lit og varaliturinn. Þú byrjar á að setja á þig varalitinn, bíður þangað til hann þornar, setur svo glimmer festinn og strax glimmer aður en festirinn þornar. 

 

 

Ég hef mjög gaman af því að nota allar þessar vörur og bíð spenntur eftir að sjá hvað fólk mun gera á sig þessi áramótin. Vonandi hefur þessi hugmyndalisti hjálpað einhverjum þarna úti eða veitt innblástur. 

 

 

Þar til næst 

 

xxx

 

Alexander Sig 

 

 

Ig @alexandersig

Makeup Ig @facesbyalexsig