Uppáhalds Makeup Trend 2017

30 Dec 2017

Nú er árið að enda og makeup fríkið sem ég er hefur að sjálfsögðu fylgst grannt með öllu því nýjasta í förðunarheiminum. 

Það hafa sprottið upp hin ýmsu "förðunartrend" þetta árið, margt ótrúlega flott og sumt sem var alveg út í hött, til dæmis augabrúnir sem eru greiddar í bylgjur, þetta trend lét mig missa allan lífsvilja. 

Í þessari færslu ætla ég að fara yfir það sem hefur staðið hvað mest upp úr fyrir mér á þessu ári, bæði frá tískupöllunum, það sem ég hef verið að sjá á samfélagsmiðlum, myndaþáttum og í daglegu lífi. 

 

Hér má sjá dæmi um bylgjuaugabrúnir. Ég skil þetta trend engan veginn og mun aldrei skilja. 

 

 

 

Dewy húð 

Það sem ég hef tekið mest eftir á tískupöllunum og í myndaþáttum, er að fyrirsæturnar eru oft með svo ótrúlega fallega og rakakennda húð. Eins og ég hef alltaf sagt að þá er ég team dewy skin. Fyrir mér er ekkert sem toppar fallega og náttúrulega farðaða húð. Margir misskilja samt hvað dewy húð er. Dewy húð er ekki það sama og að vera með olíukennda húð. Ef maður er með olíukennda húð getur maður samt náð fram dewy húð, þá þarf maður einfaldlega að nota primer sem minnkar sjáanlega olíu á yfirborði húðarinnar.

Fyrir ykkur sem eruð með olíukennda húð en viljið fá dewy áferð þá mæli ég með: Fit Me Dewy + Smooth Foundation - Maybelline og Infallible Mattifying Primer - L’Oréal Paris.


Förðun eftir mig þar sem ég lagði áherslu á dewy húð. 

Ljósmydari :Vaka Alfreðsdóttir 

Förðun eftri mig fyrir Tímaritið BLÆTI þar sem ég lagði einnig áherslu á dewy húð. 

Ljósmydari : Vaka Njáls

 

Ljómandi húð

Rúsínan í pylsuendanum. Eins og ég sagði, þá er fátt sem toppar fallega farðaða dewy húð. Eitt af því fáa sem toppar  hana er að bæta smá ljómakremi út í farða. Fallegur ljómi í farða gerir alla förðun fallegri. Einnig finnst mér guðdómlegt að setja nóg af higlighter á augnbein, kinnbein, framan á nef og smá á ennið. Ljómandi húð er eitthvað sem ég hef frekar verið að sjá úr myndaþáttum frekar en á tískupöllum en einnig í daglegu lífi. Það er ekkert sem jafnast á við það og þegar ég sé fallega ljómandi húð, þannig ef þú ert með fallega ljómandi húð og sérð mig einhvern tímann stara á þig, þá er ég ekki að vera krípí heldur bara að dást að fallegu húðinni þinni. 

Það sem þú þarft fyrir hina fullkomnu ljómandi húð: NYX Professional Makeup - Born To Glow Liquid Illuminator sem hægt er að blanda út í farðann og Strobe of Genius Illuminating Palette sem er ljómapúður í allskonar litum sem gaman er að leika sér með. 


Förðun eftir mig þar sem ég lagði áherslu á dewy og ljómandi húð. 

Ljósmyndari : Vaka Alfreðsdóttir 

 

 

Draping 

Draping er förðunaraðferð þar sem kinnalitur eða augnskuggar eru settir á kinnbein, fram í kinnar, upp með gagnauganu og tengt við augnskugga. Svo ótrúlega draumkennt og fallegt og  er þetta mjög algeng sjón á tíksupöllunum og editorial myndaþáttum. Maður myndi kannski ekki sjá einhvern á venjulegum degi í vinnunni með slíka förðun, en ég vona að þetta verði vinsælla á komandi tímum vegna þess að þetta er svo ótrúlega töff og flott. Draping farðanir urðu sérstaklega áberandi á tískupöllum seinasta vor. Á Met Gala þá var Rihanna okkar allra með magnaða bleika draping förðun. Það má segja að þessi tegund af förðun fái innblástur sinn frá bæði 20’s og 80’s tímabilunum. 

Ég er alla vega algjörlega fallinn fyrir draping og hef verið að sjá slíkar farðanir í allskonar mismunandi útfærslum hvað varðar liti. 

Það sem þú þarft fyrir draping förðun: Kinnalitur í hvaða lit sem er, má vera sterkur og áberandi en má einnig vera daufur og neutral. 


Á myndinni til hægri má sjá söngkonuna Rihönnu með fallega bleika draping förðun á Met Gala og til vinstri er skemmtileg gul draping förðun          (ath. þessar farðanir eru ekki eftir mig) 


Brún draping förðun eftir mig 

Ljósmyndari : Antonía Lárusdóttir

 

 

Mattar varir out 

Seinasta árið hafa möttu varirnar vikið frá og glossy varir hafa tekið við. Margir fóru að notast við svokölluð "lip combo" aðferðir þar sem notaður er varablýantur til að móta útlínur, varalitur til uppfyllingar og gloss yfir. Glossar eins og Butter Gloss frá NYX Professional Makeup hafa verið mjög vinsælir en það eru glossar sem eru með smá lit eða miklum lit - til í tveimur útfærslum. 

 Ég get ekki ákveðið mig hvort mér finnst mattar varir eða glossy varir flottari en ég hef undanfarin misseri verið meira að notast við glossinn. 

 

Ath. förðun ekki eftri mig.

 

 

Metallic augnskuggar

Metallic áferðir á augnskuggum hafa heldur betur verið að láta á sér bera á tískupöllunum og þá í allskonar litum. Sem dæmi má nefna BALMAIN tískusýninguna í haust. Ótrúlega flottar farðanir á þeirri sýningu þar sem metallic áferð var áberandi í augnförðunum. 

Það sem þú þarft í metallic augnförðun: t.d. NYX Professional Makeup - Prismatic ShadowMyndir frá BALMAIN tíksusýningu þar sem notast var við augnskugga með metallic áferð.


Hér má sjá metallic augnförðun eftir mig sem ég gerði gerði í sýninkennslu í FSU .

 

 

Glimmer varir

Förðunarfræðingurinn Pat McGrath á heiðurinn af þessu tryllta trendi sem byrjaði allt á tískusýningu Atelier Versace þar sem Bella Hadid og Karen Elson skörtuðu fögrum, rauðum glimmer vörum. Ég er trylltur í glimmervarir og það eru svo margar skemmtilegar leiðir til að kalla slíkt fram. 

Það sem þú þarft : Liquid Lipstick, glimmer festir og glimmer (sjá áramótafærslu - http://femme.is/is/read/2017-12-28/glimmer-glans-og-aramot)

Bella Hadid með rauðar glimmer varir eftir förðunarfræðinginn Pat McGrath á Versace tískusýningu í ár. 

 

 

Villtar augabrúnir

Villtar augabrúnir er eitthvað sem ég hef tekið eftir á tískupöllum, mydaþáttum og í daglegu lífi. Mér finnst mjög gaman að sjá náttúrulegar augabrúnir verða meira sjáanlegar og að svokallaða "instabrow" tíksubylgjan sé farin að víkja frá. 

Það sem þú þarft til að kalla fram hinar fullkomnu villtu og náttúrulegu augabrúnir: NYX Professional Makeup - Micro Brow Pencil til að fylla létt inn í augabrúnirnar og Brow Stylist - LÓréal augabrúnagel til að greiða augabrúnirnar upp. 


Fallegt dæmi um viltar náttúrulegar augabrúnir. 

(Ath. ekki eftir mig) 

Rauðar varir

Rauður varalitur hefur alltaf verið klassíkur og hafa rauðar varir verið mjög áberandi á tískusýningum og tímaritum þetta árið. Ég er að elska það! Náttúruleg húð og skærrauðar varir, gerist ekki betra.

 

 

 

Cut Crease

Dramatísk en falleg augnförðun sem hefur tröllriðið samfélafsmiðlum þetta árið. Flest allir förðunarfræðingar og aðrir áhugamenn um förðun hafa gert sína útfærslu af Cut Crease. Cut Crease sækir innblástur sinn í farðanir frá the 60’s. Söngkonan og módelið Twiggy var brautryðjandi í cut crease förðun á sínum tíma, enda sést á flestum myndum af henni að hún er iðulega með þessa tegund af augnförðun. Í nútímalegri útfærslu þessara augnförðunar er dökk afgerandi lína dregin rétt fyrir ofan eða alveg við glóbuslínu augnloksins og er svo blönduð út að ofan en skilin eftir skörp skil við glóbuslínu augnloksins, svo er settur ljós augnskuggi ofan á augnlokið og ýktur eyeliner með spíss. 

Þetta er augnförðun sem er endalaust hægt að leika sér með þegar kemur að litavali á augnskuggum og eyelinerum. 


Fallegar Cut Crease farðanir. Afgreandi dökk lína í glóbus sem er dreginn út á við, ljósir litir á augnlokum og ýktur eyeliner með spíss sem leiðir út í sömu átt og dekkri línan í glóbusnum. 

(Ath. ekki eftir mig) 
 

 

 

Djúptóna Smokey

Ég hef mikið verið að reka augun í hina klassísku Smokey augnförðun nema undanfarið hefur verið mjög vinsælt að notast við djúptóna og sterka liti eins og kóngabláan, emerald grænan, dökk rauðan, og fjólubláan og þessir klassísku brúnu og svörtu litir í smokey förðun ekki jafn áberandi á samfélagsmiðlum. Mér finnst mjög fallegt að nota öðruvísi liti og hef mikið verið að gera þannig farðanir upp á síðkastið og hef gaman af.


Sægræn smokey augnförðun eftri mig á Svölu Björgvins


Rauð smokey augnförðun eftir mig. 

 

 

Brúnir varalitir

Lengi hefur verið í tísku að nota nude litaða varaliti en nú hefur nude liturinn verið að færa sig yfir í brúnni tóna, bæði ljós- og dökkbrúna. The 90’s looks are coming back, thank god - halleluja! 

Ath. ekki eftri mig

 

 

Gervi freknur

Allir sem fylgjast með í förðunarheiminum vita að núna þykir mjög fallegt að vera með freknur. Þar af leiðandi hefur margur hver verið að reyna að teikna freknur á sig sjálfan á einn eða annan hátt. Þær koma misraunverulega út en ég er mjög hrifinn af þessari tískubylgju og ekkert skemmtilegra heldur en að sjá fallega teiknaðar freknur. Þetta er þó ákveðin list og verður að takast vel ef útkoman á að vera raunveruleg og falleg. LOVE IT! 

Förðun eftir mig með grevi freknum á Thelmu Guðmundsen 

 

 

 

Þetta er upptalning af mínum uppáhalds tískubylgjum þetta árið. Ég vona að þessi trend haldist áfram í tísku eitthvað lengur en einnig bíð ég mjög spenntur eftir að sjá hvað verður ferskt og spennandi á nýju ári. 

 

Annars langar mig líka að þakka fyrir árið sem er að líða og þennan stutta en skemmtilega tíma sem ég hef verið að blogga hér á Femme.is. Ég hlakka til komandi árs með ykkur kæru lesendur. 

 

Ég óska öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári. 

 

 

Þar til næst 

 

xxx

 

Alexander Sig 

 

Ig @alexandersig

Makeup Ig @facesbyalexsig