Indverskur kjúklingaborgari

02 Jan 2018

Einu sinni í mánuði er markaðurinn Palo Alto haldinn í Barcelona. Við förum stundum, löbbum um og fáum okkur að borða. Það er allt fullt af matarbílum og einn af okkar uppáhalds er indverskur sem bjóða upp á indverskan kjúklingaborgara sem mér finnst svo ótrúlega góður. Ég ákvað að reyna að búa hann til heima og það gekk bara mjög vel. Það er ekki mikið um álegg á borgaranum en hann er samt sem áður ótrúlega góður.Fyrir 2 borgara

2 kjúklingabringur
1 egg
hveiti
rasp
1 tsk chillikrydd
salt & pipar
1 tsk Þurrkuð steinselja
1/2 tsk karrý

Taktu til saman þrjá diska, hrærðu saman egg í einum, hveiti í næsta og rasp, chilli-krydd, salt, pipar og steinselju í þann þriðja.

Byrjið á því að berja kjúklingabringurnar niður þannig að hún verði jafn flöt alls staðar, t.d. með kökukefli eða pönnu.
Dýfið henni í hveiti, síðan í egg og þar á eftir í raspblönduna.

Setjið eins og 3 matskeiðar af olíu á pönnu og fáið pönnuna á frekar háan hita.
Steikið kjúklingabringurnar á hvorri hlið þar til þær eru orðnar gullbrún á báðum hliðum og leggið síðan á grind eða á disk með eldhúsrúllu sem dregur í sig mestu fituna svo að kjúklingurinn verði stökkur og góður.


Mango&karrý sósa

1 msk Mango chutney
1 dl Sýrður rjómi (1/2 dolla)
1 tsk Gult karrý
Smá salt og pipar


Jógúrt sósa

1 dl Sýrður rjómi (1/2 dolla)
4-5 Smátt söxuð myntulauf
1/2 lúka kóríander
Lime
Smá salt og pipar

Á borgarann fer... 

Rauðlaukur sem er skorin í þunnar sneiðar og settur í skál með 1 msk rauðvínsediki í um 15 mín.

og 

Kál
Avókado

Mér fannst þessi borgari rosalega góður og ég á alveg bókað eftir að gera hann aftur.
Ef þið prófið þessa uppskrift þætti mér gaman að fá að vita. Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan eða taktu mynd og # á myndinni á Instagram #femmeisland