INNLIT hjá Söndru Sigurjóns & fjölsk.

04 Jan 2018

Sandra Sigurjónsdóttir er 31 árs gömul eyjamær, búsett í Noregi með Torfinn kærasta sínum og saman eiga þau þrjú börn, þau Hafdísi (10), Bjarka (3) og Orra (1). Þau fluttu til Noregs fyrir þremur árum og fyrir rúmu ári síðan tóku þau við óðalsetrinu í Sykkylven.

Torfinn er lærður smiður svo að þeim fannst ekkert annað í stöðunni en að rífa allt út úr húsinu og gera þetta algjörlega að þeirra. Þau byrjuðu að gera upp húsið í júlí 2016 og eftir langa og erfiða fjóra mánuði með framkvæmdum fluttu þau inn í nóv 2016. Ég hef áður fjallað um framkvæmdir hjá Söndru og Torfinn. Þið munið kannski eftir þessari færslu hér - Þau hafa nefnilega áður tekið hús í nefið. Þeim hefur tekist einstaklega vel til í bæði skiptin. 

Sandra er algjör fagurkeri og heldur úti fallegum instagram aðgangi þar sem hún deilir myndum af heimilinu sínu. Fyrir áhugasama - @gardsfrue_
Nafnið var upprunalega smá grín á milli þeirra þar sem þau fluttu frá Reykjavík til Sykkylven til að taka yfir sveitasetur í eigu fjölskyldu Torfinns. Gardsfrue þýðir Bóndafrú á íslensku og á svo sannarlega við.Sandra var svo elskuleg að svara nokkrum spurningum sem ég lagði fyrir hana:

 

Hvar í húsinu er best að vera?
Uppáhalds staðurinn minn í húsinu hefur alltaf verið eldhúsið, en eftir að við fengum arinn hefur stofan verið mikið notuð 

Uppáhalds hlutirnir á heimilinu?
Fallegi formfin sófinn, Arininn og Hay borðin mín. 

Ef þú gætir eignast hvaða hlut eða húsgagn sem er, hvað yrði fyrir valinu?
Smiðjujárnsvegg/hurð. Hver veit nema ég plati karlinn að smíða þannig fyrir mig. 

Draumaljósið?
Ég fékk draumaljósið Franklin Menu í fyrirfram jólagjöf frá pabba mínum 

Í hvaða liti sækir þú mest í?
Eins og sést á myndunum mínum er svart og hvítt i miklu uppáhaldi. Ég blanda reyndar mikið af grænum plöntum og viðarhúsgögnum saman við það svarta og hvíta. 

Hvað finnst þér fallegast á veggi?
Ég elska plaggöt (posters) og fallega speigla. Ótrúlegt hvað það gerir mikið fyrir heimilið að vera með fallegar myndir uppá vegg.

Messing, kopar eða króm?
Messing 

Hvaðan sækiru í innblástur?
Sem oftast á Instagram. Pinterest er æði og svo fylgist ég með bloggurum og innanhus stílistum 

Uppáhalds verslun?
Þær eru svo margar en nordiskehjem.no og slettvold eru uppáhalds. Gæti alveg eytt nokkrum milljónum þar. 


Less is more eða more is more?
Less is more