Sýnikennsla í NYX Professional Makeup

05 Jan 2018

Heil og sæl og gleðilegt nýtt ár!

Síðastliðinn desember fékk ég það skemmtilega verkefni að halda tvær förðunar sýnikennslur á eins árs afmæli NYX Professional Makeup í Hagkaup Kringlunni, en ég er að vinna hjá merkinu. Fyrsta sýnikennslan var um morguninn og sú seinni um kvöldið. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt verkefni og langar því að segja ykkur aðeins frá því. 

 

Ég verð að viðurkenna að ég var smá stressaður að vera með sýnikennslu fyrir framan fullt af fólki en það var síðan  ekkert mál, ég datt algjörlega í minn eigin heim og gleymdi öllu sem var að gerast í kringum mig. En eins og ég hef oft sagt að þá vildi ég óska þess að þetta væri það sem ég gæti gert alla daga, bara verið með góða makeup aðstöðu og verið að farða daginn inn og daginn út og tekið myndir af því og verið á setti og allt sem þessu tengist. 

 

Makeup aðstaðan sem var sett upp fyrir mig. 

 

Að sjálfsögðu notaði ég eingöngu vörur frá NYX Professional Makeup þar sem sýnikennslan var á þeirra vegum og fékk ég að prufa allt það nýjasta frá merkinu þar sem vöru úrvalið stækkaði þann dag. Ég mæli mikið með að þeir sem ekki eru búnir að fara og skoða allar nýju vörurnar fari í Hagkaup Kringlunni og geri það því það er hellingur af spennandi vörum búnar að bætast við í úrvalið. 

 

Ég fékk að hafa frjálsar hendur með lúkkin  sem ég gerði og ákvað því að hafa þau eins mikið í anda merkisins og hægt var. Ég hef mjög gaman af því að gera farðanir sem eru aðeins öðruvísi eða sem maður myndi kannski ekki endilega vera með hversdagslega. Ég fékk vinkonu mína Thelmu Torfa til að koma og vera módel fyrir mig enda sjúklega gaman að farða hana. 

 

Við Thelma áður en sýnikennslan hófst

 

Ég ætla að sýna ykkur lista sem ég setti saman af þeim vörum sem ég notaði í lúkkunum og í þeirri röð sem ég notaði þær. 

Í fyrra lúkkinu notaði ég eftirfarandi vörur: 

 •  
 • Born To Glow Illuminating Primer 
 • HD Eye Shadow Base 
 • Total Control Drop Foundation 
 • HD Photogenic Concealer Wand

 • ​​
 • Highlight & Contour Pro Palette
 • Away We Glow Liquid Highlighter - Crystal Glare 
 • Strobe Of Genius Illuminating Palette
 • High Definition Blush - Soft Spoken 
 •  
 •  
 • Precision Brow Pencil - Ash Brown 
 • In Your Element Shadow Palette - Earth 
 • Glitter Primer
 • Face & Body Glitter - Bronze 
 • Color Mascara - Blue 
 •  
 •  
 • Suede Matte Lip Liner - Alabama
 • Matte Lipstick - Eden 
 • Mega Shine Lip Gloss - Sugar Pie

 

 

Loka útkoman 

Frekar venjulegt lúkk sem allir ættu að geta verið með og hentar við mörg tilefni. Létt skygging með smá glimmeri, ljómandi húð og rauðar varir. 

 

En í seinna lúkkinu Notaði ég eftirfarandi vörur: 

 

 •  
 • Born To Glow Illuminating Primer 
 • HD Eye Shadow Base
 •  
 •  
 • HD Studio Fotogenic Foundation 
 • HD Photogenic Concealer Wand
 • Highlight & Contour Pro Palette
 •  

 • Away We Glow Liquid Highlighter - Crystal Glare
 • Strobe Of Genius Illuminating Palette
 • High Definition Blush - Soft Spoken 
 • Precision Brow Pencil - Ash Brown 

 • Ultimate Multi-Finish Shadow Palette - Electric og Smoke Screen 
 • Glitter Primer 
 • Face & Body Glitter - Rose 
 • Color Mascara- Mint Julep
 •  
 •  
 • Suede Matte Lip Liner - Soft Spoken 
 • Butter Gloss - Tiramisu 
 • Face & Body Glitter - Red ( á varir yfir glossinn)

Loka útkoman á seinna lúkkinu. 

Aðeins djarfari förðun með fjólubláum augnskugga, mintu grænum maskara og bleiku glimmeri. Ekki alveg jafn mikil hversdags förðun en skemmtileg fyrir tilefni eins og áramótin, tónlistarhátíðir og jú djammið. 

Þetta voru tvær mjög mismunandi farðannir en þær eru það sem ég sá fyrir mér að gera með það markmið í huga að hafa þau í anda merkisins. Þetta var ekkert smá skemmtilegur dagur og það var geðveikt gaman að fá þetta verkefni og vonandi fæ ég að gera eitthvað svona aftur. 

 

 

Ps. ef einhverjum langar til að spyrja mig út í vörurnar sem ég notaði og/eða hvað sem er þá er hægt að senda mér línu á instagram reikningnum mínum @facesbyalexsig og ég mun glaður svara hvaða spurningum sem er :)

 

Þar til næst 

 

xxx

 

Alexander Sig 

 

 

Ig @alexandersig

Makeup Ig @facesbyalexsig 

SaveSave