Stíllinn minn 2017

07 Jan 2018

Gleðilegt nýtt ár elsku lesendur, ég vona að þið hafið haft það ótrúlega gott yfir hátíðarnar. Ég átti yndislegt frí og er mjög þakklát fyrir að hafa eytt því með mínum nánustu.
Þið verðið samt sem áður að afsaka bloggleysið en eins og þeir sem eru að fylgja mér á Instagram vita þá var ég stödd á Bali.

Mig langar að fara yfir stílinn minn árið 2017 en það var árið sem að ég tók stórar ákvarðanir um hvar og hvernig ég ætlaði að lifa lífi mínu. Í framhaldi af lífstílsbreytingum kom minn persónulegi stíll í ljós og núna veit ég nákvæmlega hvernig fötum mig langar að klæðast, hvað fer mér best o.s.frv.
Hér fyrir neðan ætla ég að telja upp nokkra hluti sem að mínu mati einkenna stílinn minn 2017


Pelsar
Ég klæði mig rosalega eftir skapi og veðri en ég er nánast undantekningalaust í pels. Ég tel mitt helsta tísku identy klárlega vera pelsar, ég á þónokkuð marga í margskonar litum og mynstrum. Ég fékk algjört æði fyrir pelsum í fyrra og fjárfesti í mörgum nýjum. Mér finnst pelsar vera hin fullkomna yfirhöfn, hvort sem að ég sé að fara í vinnuna eða eitthvað fínna. Ég fer meirað segja í pels nánast alltaf í ræktina! Þeir eru bara svo mjúkir, hlýjir og fallegir - hvernig er ekki hægt að vera sjúkur í þá ..? Ég hugsa að minn uppáhalds hafi verið leopard pelsinn sem ég fékk í H&M og hann var svo ódýr. Svo var bleiki frá Asos í miklu uppáhaldi ásamt hvíta pelsinum mínum sem ég fékk á Ebay. 
Mér finnst vert að taka það fram að allir pelsarnir mínar eru faux fur fyrir utan einn sem er vintage og er úr ref. 


Yfirhafnirnar mínarÚtvíðar buxur
Ég fjárfesti í mínum fyrstu útvíðu buxum í byrjun árs og þar með varð ég háð útvíðum buxum- ég er enn að bæta í safnið .. 
Ég á bæði svartar og í allskyns mynstrum. Ég er rosalega skotin í bæði blómamynstri og í japönskum anda. Ég er mjög lágvaxin og petite svo mér finnst útvíðar buxur fara mér best og þær láta mig líta út fyrir að vera aðeins lengri - sérstaklega þegar ég er í hælum við. Ég hugsa að ég muni seint fá leið á þessu útvíða trendi, það er hægt að dressa svona buxur upp og niður - þær passa við allt. Mínar uppáhalds eru klárlega svartar sem ég fékk frá Asos. Þær eru úr smá glansefni og láta rassinn verða voðalega kúlulegan, fullkomnar fyrir ykkur sem fílið það ;) Margar vinkonur mínar hafa fjárfest í pari eftir að ég keypti mínar, fyrir ykkur sem eruð áhugasamar þá er hægt að skoða þær hér
Á buxna óskalistanum er definitely par af útvíðum gallabuxum, ég hef lengi verið að leita af hinu fullkomna pari en hef því miður ekki fundið þær ennþá. Ég keypti mér á Bali ótrúlega flottar útvíðar gallabuxur sem komast næst þeim sem mig dreymir um. Þær eru reyndar í culotte sniðinu, í styttri kantinum og með frayed skálmar. Þær eru hægt að skoða hér, ég fékk mér þær í bláu.  


Unif Boots
Það kannast líklega flestar stelpur á Íslandi við þessa skó, en þeir tröllriðu skótískunni á meðal íslenskra kvenna í haust. Ég fékk mér mitt fyrsta par fyrr í sumar og notaði þá við næstum öll tilefni. Ég hafði samband við Unif í haust og þá sögðu þau mér að þau væru gjörsamlega gáttuð yfir magninu af skóm sem hafa verið send til Íslands. Þessir skór voru nánast alltaf uppseldir, já það var útaf okkur kæru íslensku stelpur. Í haust fjárfesti ég síðan í reimuðu týpunni og þeir eru svo sannarlega ekki síðri. Þessir skór eru mjög chunky og grófir en mjög þægilegir og passa við gjörsamlega allt. Hægt er að skoða hinu frægu Bonnie boots hér og svo reimuðu Clyde boots hér. Fyrir ykkur sem eigið ekki svona skó þá mæli ég eindregið með þeim þrátt fyrir að önnur hver íslensk stelpa eigi par. Þeir eru góð fjárfesting og tímalaus eign.


Mynstraðar flíkur
Ég varð mjög skotin í allskyns mynstrum í vetur :

Röndótt
Ég keypti mér ferna röndótta boli og notaði þá mjög mikið. Þeir voru ýmist frá merkinu Comme Des Garcons og H&M. Einnig keypti ég mér röndóttan blazer frá Topshop sem ég notaði heilan helling, hann er tímalaus eign sem er hægt að nota bæði daglega og í fínni kantinum. Checkered
Ég fékk mér checkered bol frá Comme Des Garcons, ég fékk hann á sample sale hjá þeim og kom hann í mjög limited magni. Mér þykir því afar vænt um hann og þori varla að nota hann, held ég hafi notað hann tvisvar sinnum .. 
Eins og margar konur á Íslandi þá fékk ég mér í sumar köflóttann jakka en ég fékk hann í Zöru í New York. Japanskt mynstur
Ég fór til New York seinasta sumar og fann mér þar ótrúlega fallegan jakka, hann er í anda japanskra kimonoa. Núna á Bali keypti ég mér buxurnar í stíl og ætla ég að nota þær bæði með jakkanum og einar og sér. Í vetur fjárfesti ég í fjórum mismunandi kimonoum, ég dýrka að vera í síðum kimono við gallabuxur eða jafnvel einlita kjóla. Einn þeirra er mjög japanskur og fékk ég hann í Spúútnik, hann er fjólublár og í síðari kantinum. Glimmer sokkar
Já þið lásuð rétt, ég er hætt að nota venjulega sokka - glimmersokka-æðið tók yfir. Auðvitað nota ég venjulega svarta í ræktinni en annars er ég alltaf í eitthverskonar glimmer sokkum. Mér finnst þeir oft vera punkturinn yfir i-ið og gera mjög mikið fyrir heildarlúkkið. 


Inspo


Elegant yet rocked 
Í sumar byrjaði ég í nýrri vinnu, það er skrifstofustarf. Fatastílinn minn aðlagaðist svolítið að starfinu og varð hann þar af leiðandi aðeins fínni. Ég fékk skyrtu- og blússuæði og keypti ég mér ansi margar í öllum litum. Ég nota þær enn mikið í dag og þá ýmist við gallabuxur, fínni buxur og pils, fágað en rokkað.


Rauður
Rauður var klárlega heitasti litur ársins 2017 og er ég enn mjög skotin í honum. Mér finnst rauðar flíkur vera rómantískari en aðrar og alls ekki erfitt að para rauðar flíkur við aðra liti. Ég keypti mér meðal annars mjög fallegan rauðan jakka frá Zöru seinni part 2017 og hef notað hann mikið. Svo fjárfesti ég í Antigona töskunni frá Givenchy í rauðu, hún er algjörlega ein af uppáhalds. Ég er enn að leita af fallegum rauðum boots en ég hef ekki enn fundið parið sem mig dreymir um. 


Töskur
Ég fékk þvílíkt æði fyrir töskum og eyddi nánast öllum mínum tíma í að skoða þær og keypti fernar eftir miklar vangaveltur. Ég keypti tvær frá Louis Vuitton, eina frá Gucci og eina Givenchy sem ég talaði um hér að ofan. Hver og ein er fjárfesting útaf fyrir sig og eru þær tímalaus eign sem ég mun eiga vel og lengi. Ég er mjög ánægð með þær allar og hef nú þegar notað þær heilan helling. Strigaskór
Ég hugsa að blætið fyrir flottum strigaskóm muni seint dvína. Ég á mjög gott safn af strigaskóm, þeir eru margskonar eins og þeir eru hverjir og einir flottir. Ég nota strigaskó ótrúlega mikið og oft til þess að dressa outfit niður. Ég fjárfesti í nokkrum pörum í fyrra en þau eru ýmist frá Nike, Vans x Karl Lagerfeld og Gucci. Ég vil helst ekki nota orðið tímalaust aftur en strigaskór eru bara svo ótrúlega tímalausir, við munum alltaf þurfa par. Strigaskó-a trendið er klárlega hér til að vera. 
Ps. Marta María á Smartlandi tók viðtal við mig seinnipart 2017 og fékk að kíkja í heimsókn til mín. Fyrir ykkur sem viljið skoða greinina, þá er hún hér. 

Þar til næst x,

Anna 
Instagram: annasbergmann