Innblástur

11 Jan 2018

Mér þykir fátt skemmtilegra en að leita mér innblásturs, ég geri það ýmist á Instagram, Pinterest og í tímaritum. 

Um helgar eyði ég langmestum frítíma mínum á kaffihúsum að fletta blöðum með heitan kaffibolla í hönd. Þessi uppskrift bara klikkar ekki, ég mun seint fá leið á þessum vana.

Þegar ég bjó í London þá var ég á tímabili í áskrift hjá Condé Nast og fékk nýjasta Vogue sent inn um lúguna í hverjum mánuði.  hvað það var mikill draumur! Fyrir jól datt ég inná þvílíkt tilboð þar sem að ársáskrift af Vogue kostaði ekki nema 38pund. Ég auðvitað gat ómögulega staðist freistinguna og fjárfesti í þessu gullna tilboði. Í gær fékk ég einmitt Janúar útgáfuna í hendurnar, ég varð vandræðalega hamingjusöm..


Ég nota Pinterest mikið til þess að safna saman fallegum myndum og hugmyndum.


Fyrir ykkur sem eruð með Pinterest aðgang eða ef ykkur langar að búa til þá getið þið followað mig hér.


Eins og alflestir Íslendingar þá er ég mikill Instagram aðdáandi og skrolla í gegnum feed-ið eins oft og ég get. Mér finnst mjög mikilvægt að hafa það hugfast hvað ég fæ útúr samfélagsmiðlunum, já þeir eru algjörir tímaþjófar og það er í rauninni hálfsorglegt hversu mikið við notum símana okkar. Aftur á móti finnst mér það mikilvægt að reyna að snúa þessum hugsunum í eitthvað jákvætt, eins og í mínu tilfelli þá nýti ég mér þessa miðla í leit að innblæstri, hvatningu og svo margt margt fleira. 

Ég má til með að deila með ykkur nokkrum af mínum uppáhalds Instagram-píum. 
 

JOSEFINE H. J.   


Dönsk skvísa based í Köben sem ég er frekar nýlega búin að uppgötva. Elska hvað hún er sjúklega töff og með fjölbreyttan stíl. 


JULIE SARIÑANAÉg hef verið aðdáendi Sincerely Jules í mörg ár en mamma mín kynnti mér fyrir þessari dívu þegar ég var yngri. Hún er fædd í Mexico en býr í Los Angeles. Julie er með rosalega rómantískan stíl og er eins og þið sjáið algjör fegurðardrottning - já ég DÝRKA hana ..
Hún er dugleg að ferðast og þar af leiðandi deilir ótrúlega fallegum myndum í hlýjum og rómantískum litum. Ég lifi mig alveg rosalega í gegnum svona glansmyndir. Julie er líka bloggari og á sitt eigið fatamerki sem heitir Sincerely Jules líkt og bloggið hennar.


DANIELLE BERNSTEINDanielle Bernstein er heilinn á bakvið We Wore What, fyrir þá sem vita ekki hvað það er þá er það bloggsíða. Danielle opnaði bloggsíðuna fyrir rúmum 6 árum en í dag er það orðið að atvinnu hennar og hefur hún einnig stofnað tvö önnur fyrirtæki í kringum það. Danielle er svo sannarlega góð fyrirmynd ásamt því að vera með mjög rokkaðan en elegant stíl. 


CAROLINE DAUR


Það er ekki langt síðan að ég uppgötvaði þessa, ég fann hana fyrir algjöra tilviljun þegar ég var að skoða staði í Milano. Þessi býr þar og fannst mér því gaman að fylgja einni sem býr í sömu borg og ég er að flytja í. Mæli með að skoða hana, hún er algjör töffari.

 

Þar til næst x,

Anna 
Instagram: annasbergmann