Umhirða Húðar

12 Jan 2018

Að þessu sinni langar mig aðeins að ræða um umhirðu húðar, mínar uppáhalds húðvörur og hvernig ég nota þær. Húðin er stærsta líffæri líkamans of því mjög mikilvægt að hugsa vel um hana.

 

Það kemur mér sífellt á óvart hvað það eru margir sem hugsa ekki um húðina sína en það er svo sem alveg skiljanlegt þar sem margir vita ekki um mikilvægi þess en í þeim hópi eru það strákar sem eru í meirihluta. Lífsstílinn að hugsa vel um húðina sína er bæði fyrir stráka og stelpur og það er ekkert kvenlegt við það að nota krem og þess háttar vörur. Það skiptir svo ótrúlega miklu máli að hugsa vel um húðina sína því maður er svo sannarlega ekki að yngjast með tímanum.   

 

 

 • Rakakrem

  Það eru til margskonar rakakrem á markaðnum í dag í margskonar útgáfum og formúlum. Það getur tekið smá tíma að finna rétta rakakremið fyrir sig því það eru ekki allar formúlur sem henta hverri húðtegund. Það þurfa allir að nota rakakrem, sérstaklega við sem búum á Íslandi þar sem veðurfar breytist á 5 sekúndna fresti. Og það skiptir ekki máli þótt að maður er með olíukennda húð, bólur eða hvað sem er.

  Rakakrem  koma í veg fyrir þurrkubletti, veita frískleika, bæta teygjanleika húðarinnar og halda úðinni ungri og því er mikilvægt að gleyma ekki að bera rakakremin líka á hálsinn því þegar húðin fer að eldast er það hálsinn sem er fyrstur að sýna ummerki um það.
  Það tók mig þó nokkurn tíma að finna mitt rétta rakakrem, en það var þess svo mikils virði því eftir að ég fann hið rétta rakakrem hefur mér aldrei liðið jafn vel í húðinni og húðin hefur aldrei verið betri.

  Rakakremið sem ég nota heitir  Hydra Genius - L´Oreal, fyrir blandaða húð. Formúlan er mjög vatnskennd og er því ekki þykk. En í formúlunni eru efni sem hafa mjög góð áhrif á húðina en þau eru Aloe water og Hyaluronic Acid.
  Ég nota kremið alltaf á morgnana og kvöldin um leið og ég er búinn að þrífa á mér andlitið. Ég nota ekki mikið af því, ein pumpa úr flöskunni er nóg til að bera á allt andlitið og nudda því inn í húðina með hringlaga hreyfingum. Mér finnst mjög gott að geyma kremið í ísskápnum milli þess sem ég nota það, vegna þess að kremið er með kælandi eiginleika og verður þá enn kaldara við að standa í ísskápnum.

Hydra Genius fæst í Hagkaup og Lyf&Heilsu.


 

 • Andlitshreinsar

   Það skiptir mjög miklu máli að nota andlitshreinsa a.m.k. einu sinni á dag því það eru svo ótrúlega mikil óhreinindi sem safnast fyrir á andlitinu yfir daginn og nóttina, og ef þau eru ekki þrifin í burtu safnast bara meira og meira saman og getur byrjað að stífla svitaholur og þá fara að myndast bólur.
  Ég viðurkenni að ég er ekki nógu duglegur að notast við andlitshreinsa og hef ekki prufað marga. Af þeim sem ég hef prufað þá er það froðu hreinsirinn frá Origins sem er í uppáhaldi. Mér finnst best að nota hann á kvöldin áður en ég fer að sofa. Eftir að ég byrjaði að nota andlitshreinsa sá ég strax hvað það skiptir miklu máli. Ég fann það bara á húðinni hvað hún var miklu hreinni en hún var eftir daginn.

  Origins hreinsikremið fæst t.d. í snyrtivöru deildinni í Hagkaup. 
  Kælandi eiginleikar eftir notkun og frískari, léttari húð.    
 • Nordic Skyn Peel
  Þetta er vara sem ég hef talað um áður hér á Femme, en ég bara get ekki hrósað þessari vöru nógu mikið.
  En fyrir þá sem ekki vita hvað þetta er, þá eru þetta litlar bómullarskífur sem skrúbba yfirborð húðar, innihalda mjólkursýrur og ávaxtaensím sem sjá um að húðin endurnýji sig hraðar, hreinsa úr opnum svitaholum og endurveki hreinleika, frískleika og ljóma. Áferð húðarinnar verður sléttari og húðliturinn verður jafnari.
  Þetta er sérstaklega góð vara fyrir þá sem fá oft bólur.
  Húðin mín ákvað að taka smá flipp í byrjun seinasta desember, ég fór að fá bólur, útbrot og áferðin á húðinni var mjög hrjúf, ég veit ekki alveg hvað gerðist því yfirleitt er húðin mín mjög góð. Þá var ekkert annað í stöðunni en að skella mér í Nola.is að næla mér í Nordic Skin Peel. Eftir það var ekki aftur snúið, ég varð ástfanginn af þessari vöru, ekki bara lagaðist húðin mín heldur með hverju skipti sem ég nota þetta sé ég húðina verða betri og betri. Að þessi vara skuli ekki vera alltaf uppseld, skil ég ekki.
  Mér finnst best að nota vöruna annan hvern dag og ég nota eina skífu að hverju sinni og skrúbba þeim yfir allt andlitið þar til þær eru orðnar alveg þurrar og leyfi síðan efnunum að fara inn í húðina, áður en ég fer að bera eitthvað meira á hana. Það skiptir mjög miklu máli að nota þetta ekki nema að það sé búið að þrífa húðina vel svo þetta beri sem mestan árangur.


  Fæst í Nola.is , Katrínartún 2
   
 • Maskar

  Ég er algjör maska fíkill, ég elska að dekra aðeins við húðina á meðan ég er heima í eitthverju chilli.
  En ég er aðalega að notast við leir-maska og peel of-maska.
  Ég  myndi segja að leir-maskarnir frá L´Oreal séu í uppáhaldi hjá mér og sérstaklega sá græni. Síðan var peel of- maskinn frá Glamglow.
  Allir maskarnir þjóna mismunandi tilgangi og þess vegna er gott að eiga nokkra til.
  Persónulega er Græni maskinn í miklu uppáhaldi hjá mér, hann djúphreinsar húðina og dregur úr myndun húð olíu á yfirborði húðarinnar. 
  Hægt er að kaupa maskana í Hagkaup og Lyf&Heilsu. 


  Glamglow Gravity Mud er einnig í miklu uppáhaldi. Hann er peel of maski, gefur húðinni aukinn ljóma, fallega áferð og styrkir húðina. Hann er einnig mjög skemmtilegur á litinn en hann er silfurlitaður og það liggur við að maður geti speglað sig í honum þegar hann er kominn á húðina. 
  Maskinn er einnig fáanlegur í snyrtivöru deildum Hagakupa. 
  Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra að þessu sinni.
  Vonandi mun þessi færsla hjálpa sem flestum að taka sín fyrstu skref í að byrja að hugsa um húðina á sér. 
  Þar til næst

  xxx

  Alexander Sig  Ig @alexandersig
  Makeup Ig @facesbyalexsig