Dermapen húðmeðferð

14 Jan 2018

Ég fékk það góða boð að fara í Dermapen húðmeðferð hjá HÚÐIN núna í desember. Þið kannist kannski við þessa meðferð, allar Kardashian systurnar stunda þetta ásamt öllu þessu Hollywood raunveruleika clani. Ég var því ekki að fara afþakka þetta boð, þetta greinilega virkar og ég var forvitin að sjá hvernig. 

Færslan er skrifuð í samstarfi við Húðina.

Til að byrja með, þá er móttakan hjá þeim einstaklega hlýleg en samt fagmannaleg og viðtökurnar upp á tíu. 
Ég varð 27 ára í byrjun desember sem var pínu sjokk, ég viðurkenni það. Þeir sem þekkja mig vita að ég hugsa ekkert svakalega vel um það hvað ég borða, eiginlega bara ekki neitt. Ég gleymi að taka inn vítamín, hreyfi mig ekki neitt og drekk meira af kaffi heldur en af vatni. Slíkt líferni gengur ekki, ég er ekki lengur tvítug og kemst ekki upp með þetta mikið lengur. Þetta boð var því pínu fyrsta skrefið að bættri heilsu ef ég má orða það þannig. Það er nefnilega alls ekki langt síðan að ég varð rosalega meðvituð um aldurinn minn og það er örlítið erfitt að kyngja því að ég þurfi að bæta við nokkrum skrefum í húðrútínuna mína til að hægja á sjáanlegum aldri. Hrukkukrem, serum og öll þessi vítamín sem maður á að fá úr fæðunni - Ég er á algjörum byrjunarreit hvað það varðar en mjög opin fyrir því að koma þessu inn í rútínuna. Þær hjá Húðinni fóru yfir það með mér hvað ég get verið að gera til að ná heilbrigðu og fallegu útliti. Í mínu tilfelli byrjaði það með Dermapen

Mig langar að segja ykkur aðeins hvað húðmeðferð eins og Dermapen gerir, því þetta er jú í alvörunni byltingarkennd meðferð sem allar konur ættu að kynna sér betur.

Meðferðin vinnur á..
Djúpum & fínum línum,
Slappri húð,
Blettum & rósroða,
Opinni húð,
Örum - t.d eftir bólur & slit.


Og örvar..
Collagen & elastin

Fyrir..
Fallegri, þéttari & sléttari húð.

Dermapen eða Microneedling byggir á fínum nálum eins og segir sig sjálft í þýðingunni. Þær ná djúpt í undirlag húðarinnar og örva náttúrulegan gróandar hennar. Milli tvítugs og þrítugs byrjar magn collgens og elastíns í húðinni að minnka sem leiðir smá saman til slappleika og línur byrja að myndast og er því dermapen frábær meðferð til að viðhalda þessum mikilvægu próteinum og hægja þannig að ferli öldrunar. Í meðferðinni er notað serum (Hyla Active)og rakakrem (Vitamin Rich Repair) sem innihalda vitamín og hyaluronic acid sem auka enn meira árangur meðferðarinnar. Einnig er notast við kælimaska sem dregur úr óþægindum í húð og flýtir fyrir bataferli húðarinnar.

Það er farið það djúpt í húðina að ég fékk deyfikrem frá þeim sem ég átti að bera á mig klukkustund fyrir meðferðina. Þetta eru litlar nálar sem stinga sér hratt og örugglega inn í húðina á þér og á köflum verður þetta pínu óþægilegt, þá sérstaklega á viðkvæmum stöðum eins og á enninu. Beauty is pain er frasinn sem á vel við, þetta er pínu vont en þetta virkar - því get ég lofað. Óþægindin gleymast fljótt þegar dekrið hefst, eða um leið og kælimaskinn er settur á og hitapokinn lagður á axlirnar fyrir frekari slökun, þá gleymist allt annað strax.


Árangurinn leynir sér ekki eftir fyrstu meðferð, en hafa ber í huga að endanlegur árangur getur verið að skila sér smá saman í allt að 24 mánuði eftir hverja meðferð. Það fer eftir húðgerð og vandamáli hve lengi meðferðin endist. Þegar um er að ræða ör, slit  og litabreytingar er meðferðin oftast varanleg. Við fínar og djúpar línur og slappa húð endist hún flestum í 3-4 ár. Yfireitt er ráðlagt að taka 2-6 skipti á 2-8 vikna fresti. Það fer þó allt eftir því hvaða húðvandamál um er að ræða.

Dagarnir eftir Dermapen húðmeðferð eru skrautlegir. Þeir eru svona:

Það getur tekið allt að 4-5 daga að jafna sig. Fyrstu 2-3 daga er roði og bólga í húð og stundum getur myndast smá mar. Einnig getur verið talsverður þurrkur eins og mínu tilfelli og því mikilvægt að nota gott rakakrem. Það má nota meik 24 tíma eftir meðferð. Því er mikilvægt að skipuleggja dermapen þegar ekkert mikilvægt stendur til dagana á eftir. En þó er hægt að nota meik daginn eftir meðferð. Kælimaskinn sem notaður er í meðferðinni dregur verulega úr óþægindum og einkennum svo yfirleitt tekur styttri tíma að jafna sig eftir meðferðina. Fyrstu tvær vikurnar þarf að forðast sól og ljósabekki. Gott er að sleppa líkamsrækt og sundi í 2-3 daga. Mikilvægt er að nota sólarvörn SPF 30 í mánuð eftir meðferð.


Núna eru liðnar 4 vikur frá meðferðinni og húðin mín er í mjög góðum málum þrátt fyrir mikið sukk yfir hátíðarnar. Eftir að roðinn og þurrkurinn var farinn fann ég fyrir mikilli fyllingu í andlitinu, það var eitthvað auka búst sem myndaðist í kringum augnsvæðið. Og þessar fínu línur sem ég var búin að spotta eru ennþá fínni í dag. Ég finn það líka núna þegar ég set á mig farða að ég þarf minna af hyljaranum, ég lýg ekki. Blettir sem ég var með eftir bólur hafa minnkað töluvert og ég er einhvern veginn jafnari í húðinni. Ég hef svo mikla trúa á þessu að ég hugsa að seinna á þessu ári panti ég mér tíma og endurtaki þessa meðferð fyrir ennþá meiri og varanlegri árangur.

Dermapen er ein af mörgum meðferðum sem HÚÐIN býður upp á. Til dæmis má nefna..

Varanleg háreyðing. Þægileg meðferð sem gefur góðan árangur.

Restylane fyllingarefni. Náttúrulegar fjölsykrur sem hægt er að fylla í fínar og djúpar línur, setja í varir og gefa fyllingar. Gefur náttúrulegt útlit og endist í 1-3 ár.

Laser sem eyðir háræðasliti í andliti og fótleggjum.

Laserlyftingar sem vinna á slappri húð og fínum og djúpum línum. Eykur collagen og elastín í húðinni og getur einnig verið góð fyrirbyggjandi meðferð.

Húðslípun sem endurnýjar efsta lag húðar, hreinsar og gefur ljóma.

Laser sem eyðir tattú

Laser sem eyðir sólarskemmdum og blettum.

Ég mæli með því að þið skoðið síðuna þeirra hér og kynnið ykkur þessar meðferðir betur. Þær bjóða upp á góð verð af öllum meðferðum og eru reglulega með tilboð á þeim. Í janúar eru þær t.d. með 15% afslátt á Restylane fyllingarefnum.

______


Að lokum vil ég þakka Sigríði Örnu á Húðinni fyrir mjög fagmannaleg störf og þessa vitundarvakningu(spark í rassinn) að hugsa betur um húðina mína. Ég ætla svo sannarlega að taka þessar upplýsingar til mín og lifa eftir þeim. Takk fyrir mig xx