Kínóa með pestó kjúkling

15 Jan 2018

Allt sem er grænt grænt.... Janúar er kominn og kannski margir byrjaðir að taka janúar aðeins á heilsusamlegri nótum, allavega ég.
Ég pantaði mér bók á Amazon í desember sem heitir Eat Beautiful sem er eftir Wendi Rowe sem er frægur make up artist og skrifar hún um hvaða næringarefni úr fæðunni er best fyrir húðina okkar. Bókin skiptist í kafla eftir árstíðum og hvaða ávextir og grænmeti eru "in season" og hvernig húðin er eftir árstíðum og hvaða næringarefni hún þarf hverju sinni. Það er mikið um fróðleik, uppskriftum af mat og einnig af DYI möskum, tonerum og fleira sem er allt búið til úr fæðunni hvort sem það eru frá plöntum, ávextum eða grænmeti. Ég mæli mikið með þessari bók.
Ég prufaði þessa fyrstu uppskrift úr henni en bætti við nokkrum hráefnum þá avocado, grænum baunum, grænni papriku og hnetum.
Salatið var frábært og klárlega eitthvað sem ég mun gera aftur og aftur.

Salatið er matarmikið og fyllandi vegna þess að það er kínóa og kjúklingur sem er auðvitað bæði mjög próteinrík fæða.160g Kínóa
2 Kjúklingabringur
2 Stórar lúkur af ruccola
1 Kúla ferkur mozzarella
1 Avocado
1 græn paprika
Grænar stangabaunir
Parmesan
3 matskeiðar grænt pesto


Sjóðið kínóa eftir leiðbeiningum á pakkningunni og þangað til að vatnið hefur gufað upp. Settu kínóað til hliðar og kælið.
Skerðu kjúklinginn í litla bita og steiktu á pönnu í 10-12 mínútur með smá salti og pipar og þangað til hann er orðin gullbrúnn á hliðunum. Bættu baununum við á pönnuna í 2 mínútur. Settu pestóið á pönnuna og blandaðu öllu vel saman.

Settu kálið, mozzarella ostinn og avocado á stóran disk eða salatskál og blandaðu saman við kínóað.
Raðaðu kjúklingum yfir og stráðu hnetum og parmesan osti yftir.Er áhugi fyrir fleiri hollustu uppskriftum eins og þessum ?
Smelltu á Like með því að láta mig vita.

Marta Rún