THE COAT OF MY DREAMS

15 Jan 2018

Kápa drauma minna varð loksins mín. Ég ákvað að gefa sjálfri mér hana í jólagjöf eftir miklar vangaveltur.  
Ég gerði mér ferð til New York til þess að sækja gripinn rétt fyrir jól en litlu munaði að ég hefði fests þar yfir jólin en það er önnur saga. Kápan komst á leiðarenda eftir herkjur en taskan mín skilaði sér nokkrum dögum eftir heimför.
Ég mun hlæja yfir þessu öllu saman þegar ég verð gömul kelling og sé kápuna hanga inni í skáp. 

_____________________


Þessi æðislega kápa er vintage en ég pantaði hana af etsy.com
Ég hef nokkrum sinnum fjallað um þessa verslun hér á blogginu en ég hreinlega elska að versla mér vintage fatnað á netinu. Ég get setið tímunum saman að skoða fallegar flíkur en það þarf aðeins að hafa fyrir því að finna gullmola sem þessa og passa sig að lesa vel og vandlega og mæla sig rétt. 

Oftar en ekki fær maður mun persónulegri þjónustu þegar maður kaupir notaðar flíkur og í þessu tilfelli var engin undantekning. þegar ég sótti pakkann á hótelið í NYC beið mín kort merkt mér þar sem hún þakkaði fyrir viðskiptin og að það biði mín glaðningur í vasanum.
Þá hafði hún plantað fallegum nude varalit í vasann - hversu krúttlegt?! 

Ég postaði svo mynd af mér í kápunni degi seinna og taggaði verslunina hennar . 
Þá hafði hún samband og sagðist vera ánægð að sjá manneskjuna á bak við kaupin og að ég væri sátt með kápuna.
Finnst þetta allt saman svo einlægt og krúttlegt hvernig sum viðskipti á þessari síðu þróast að þetta er orðið ákveðið sport fyrir mig að versla vintage fatnað. 

Sumir tengja sennilega alls ekki við þetta hobbý en það er líka allt í lagi. Smekkurinn og áhugamálin eru svo misjöfn sem gerir okkur mannfólkið ólíkt og áhugavert.   
 Þessum kaupum mun ég seint gleyma - það eitt er víst. 

Endilega fylgist með mér á instagram - kolavig