Bali

16 Jan 2018

Mig langaði að deila með ykkur myndum frá so far uppáhalds útlandaferðinni minni.

Bali er ótrúlega fallegur staður, eyjan er ekki bara falleg heldur líka fólkið sem býr þar. Það kom okkur ótrúlega á óvart hversu yndislegir allir eru og hvað það liggur mikil friðsæld yfir öllu og öllum. Þrátt fyrir að vera fátæk þjóð þá eru þau sífellt brosandi og ánægð með það sem þau hafa. Yndisleg þjóð í alla staði.

Hér koma myndir frá ferðinni:
Þessi yndislega kona seldi okkur ferskt mango á heitum sólardegi 


Fjölskyldan á jólunum


Soul in a Bowl, uppáhalds morgunverðastaðurinn minn í SanurÞarna var ég stödd á Gili Trawangan sem er eyja fyrir utan Bali, algjör paradísAnother day, another smoothiebowl ..Tegenungan Waterfall
Bilast yfir þessum dúllumÞarna leið mér eins og Jane í Tarzan, að sveiflast yfir frumskóginn. Þetta var draumi líkast.Hamingjusöm eftir köfun Klædd í Sarong sem eru balísk klæði

Fallegt útsýni yfir hrísgrjónaakranaLjúfa líf ..Það var must að skvísa sig upp á milli bikinía .. 


Fallegt inná Café Organic, sá staður er með ansi vinsælan og girnilegan Instagram aðgang - mæli með að kíkja


Yndisleg áramót í faðmi fjölskyldunnar og vina, á erfitt með að koma því í orð hversu þakklát ég er


Virgin Mojito, bikiní og sundlaug eða strönd - þetta er lífið 


Já þessi ferð var ein sú besta sem ég hef farið í hingað til. Það er allt yndislegt við þennan stað og mæli ég með fyrir alla að kíkja þangað amk einu sinni á lífsleiðinni. Þetta var svo sannarlega ekki í seinasta skipti sem ég heimsæki Bali.

--

Þar til næst x,

Anna 
Instagram: annasbergmann