Burstar og Aukahlutir

16 Jan 2018

Þar sem að ég er förðunarfræðingur þá á ég helling af burstum og ég veit ekki alveg hvað það er en ég er með eitthvað rosalegt bond við burstasettið mitt. Mér þykir mjög vænt um það, hugsa mjög vel um það og passa að þrífa það reglulega og alltaf eftir að hafa farðað í verkefnum.

Það er mikið úrval af allskonar burstum á markaðnum í dag, mismunandi merki og mismunandi notagildi.  Mig langar að segja ykkur frá öllum þeim burstum sem gott er að eiga í förðunarkittinu sínu og því sem ég notast hvað mest við. 

 

 

Áður en ég byrjaði í Reykjavík Makeup School, átti ég ekki neitt snyrtidót og var því mjög spenntur að fá mitt fyrsta kitt í skólanum. Í kittinu voru allskonar skemmtilegar förðunarvörur frá allskonar merkjum, en eitt af því sem mér fannst skemmtilegast að fá voru burstarnir mínir og burstabeltið til að geyma burstana í. 

Burstarnir sem við fengum voru allir frá merkinu Real Techniques, við fengum allt sem við þurftum að eiga og ég get vel sagt að mér finnist Real Techniques burstarnir með þeim bestu á markaðnum í dag. Með tímanum hafa burstar verið hægt og rólega að bætast við í safnið mitt og eru þeir orðnir mjög margir og mismunandi, þeir eru allir nema tveir frá Real Techniques

 

 

En til að segja ykkur aðeins frá merkinu sjálfu þá eru það systurnar Samantha og Nicola Chapman sem stofnuðu merkið á sínum tíma. Förðun var stór hluti af þeirra barnæsku þar sem það eru/voru margir förðunarfræðingar í fjölskyldunni þeirra. Þær sameinuðu krafta sína sem förðunarfræðingar og stofnuðu burstamerkið Real Techniques og árið 2011 kom út þeirra fyrsta bursta lína. Merkið þeirra var mjög fljótt að draga að sér athygli frá hinum ýmsu förðunarfræðingum og áhrifavöldum þar sem youtube-vloggerar voru farnir að vera vinsælir. Merkið var fljótt að verða vinsælt og er með þeim vinsælustu burstamerkjum um allan heiminn í dag. 

Merkið hefur fengið mörg verðlaun bæði fyrir gæði og útlit. 

Burstarnir eru cruelty-free og búnir til úr gervihárum úr efni sem heitir Talkon.

 

Nú ætla ég að sýna ykkur smá lista af þeim burstum sem ég nota hvað mest og hvað er best að nota þá í. Ég ætla að sýna þá eins og þeir eru seldir - eftir því hvernig settin eru, þar sem þeir eru flestir seldir í settum. 

 

Core Collection

Í því setti eru fjórir burstar, allir mismunandi og ég nota þá alla mjög mikið og eru í miklu uppáhaldi. 

 • Contour Brush

 hann nota ég til að gera létta skygginu til að skerpa byggingu kinnbeina, stundum nota ég hann til að bera á highlighter en þá aðalega ef highlighterinn er í vökva eða kremformi og í púður undir augu. 

 

 • Pointed Foundation Brush.

Það er hægt að nota hann í að setja á sig farða - en ég nota hann í að bera á rakakrem, primer eða ljómakrem. 

 

 • Detailer Brush.

Til að byrja með notaði ég hann í hyljara sem virkar vel ef það eru eitthver lítil svæði sem þarf að hylja. Í dag er þetta einn af mínum uppáhalds burstum til að nota í varaliti. Hárin á honum eru stutt og þétt og því auðvelt að móta varir með og kemur mikill litur af þeim. 

 

 • Buffing Brush.

Fullkominn fyrir púðurfarða og farða. Þar sem að hárin á honum eru fluffy en á sama tíma þétt gefur hann góða þekju og skilur ekki eftir sig línur. Mér finnst mjög gott að notast við hringlaga handahreyfingar þegar ég nota hann og svo eins og að ég sé að stimpla farðanum á húðina eftir á. 

 

 

Duo-Fiber Collection

Þriggja bursta sett, duo-fiber þýðir að það eru tvennskonar týpur af hárum á burstunum. Venjulegu þéttu hárin og síðan lengri hár sem eru ekki jafn þétt og meira fluffy. Þessir burstar gefa léttari áferð á því sem verið er að nota og eru fullkomnir fyrir þá sem vilja ná fram náttúrulegri förðun. 

 • Duo-fiber Face Brush.

Mér finnst best að nota hann í sólarpúður og púðurvörur. Blandar vörum mjög vel út og skilur ekki eftir sig skörp skil. Þegar ég nota þennan bursta nota ég hringlaga hreyfingar og læt í rauninni löngu hárin á burstanum vinna vinnuna. 

 

 • Duo-fiber Eye Brush.

Fullkominn bursti fyrir hyljara, sérstaklega ef maður er ekki að hylja mikið og vill rétt svo gera smá touche up.

 

 • Duo-fiber Contour Brush.

Hann er hannaður fyrir contour + sculpt. Ég nota hann hinsvegar ekki í það heldur nota ég hann í farða því hann gefur farðanum og húðinni hið fullkomna náttúrulega lúkk. Fyrir þá sem vilja ná fram náttúrulegri húð mæli ég með að vera með lítinn farða á burstanum og bæta þvá frekar meira á hann ef farðinn klárast á burstanum. 

 

 

 

Starter Set

Í því settir eru fimm burstar og eru þeir ætlaðir fyrir augnsvæðið. 

 • Deluxe Crease Brush

Stór bursti sem ég nota mikið í að blanda út augnskugga. Ég hef hann yfirleitt altaf hreinann og set hann ekki ofan í sjálfann augnskuggan heldur nota ég hann í að blada út augnskuggan eftir að hann er komin á augnlokin. 

Ég á tvo svona bursta og annan þeirra finns mér líka mjög gott að nota í að bera á hyljara. 

 

 • Base Shadow Brush. 

Þessi bursti er fullkominn fyrir fyrsta lit í augnskugga skyggingum og blandar einnig mjög vel út litina. Einnig finnst mér gott að nota hann í smokey förðun, þar sem að hann pakkar litum vel á augnlokin en gott að vita að útaf því að hárin eru löng að þá eiga aungksuggar oft til að hrynja af honum í kringum augun. 

 

 • Accent Brush. 

Lítill bursti, með þéttum stuttum hárum. Gott að nota hann í að smudge-a út blýants eyeliner og að setja highlighter í innri augnkrók. 

 

 • Fine Liner Brush.

Mjög góður sem eyeliner bursti en mér finnst einni gott að nota hann í að móta varir þegar verið er að nota fljótandi varaliti. 

 

 • Brow Brush.

Mjög góður, þéttur, skáskorinn bursti fyrir augabrúnirnar. Góður fyrir augabrúnaliti í púðurformi og sérstaklega Pomade augarúnaliti. 

 

 • 100 Archet Powder 

 

 

Þessi bursti er ekki seldur í settum heldur stakur og hann er einn af Bold Metals línunni frá RT. 

Mjög mjúk hárin á honum og þæginlegur til notkunar. 

Hann er fullkominn til að nota í púðurvörur, sérstaklega púður sem er sett yfir allt andlitið. 

 

 

 • 200 Oval Shadow

Þessi bursti er einnig einn af Bold Metals burstunum og fæst stakur. Hann er semí hringlaga og mjög góður fyrir blöndum á augnsuggum og til að pakka augskuggum á augnlok. 

 

 

 • 201 Pointed Crease. 

Bold Metals bursti sem er fullkominn í að blanda út augskugga í glóbuslínu og einnig góður til að setja highlighter í innri augnkrók. 

 

 • 202 Angled Liner 

 

Skáskorinn Eyeliner bursti úr Bold Metals línunni. Hann er líka seldur stakur.  Þessi bursti er einn af mínum uppáhalds eyeliner burstum þar sem hárin á honum eru þétt, stutt og sjáskorin auðveldar manni mjög mikið að setja á eyeliner.

 

 • 203 Tapered Shadow

 

Bold Metals bursti sem fæst stakur. Fullkominn í skyggingu í glóbuslínu og blöndun. 

 

 

Enhanced Eye Set. 

Í þessu setti eru fimm burstar. 

 • Medium Shadow Brush.

Víður og flatur bursti sem er góður í að blanda út augnskugga. Ég nota hann ekki mikið en samt sem áður er hann mjög góður. 

 

 • Essential Crease Brush. 

Þessi bursti er sko heldur betur essential! Hann er fullkominn í skyggingar á glóbuslínu, hentar mjög vel í Beautyfarðanir þar sem notaðir eru fleiri en einn litur í að skyggja glóbusínu. Þessi bursti er einn af mínum uppáhalds burstum. 

 

 • Fine Liner Brush. 

Þessi bursti er til í öðrum settum sjá Starter Set-ið ofar. 

 

 • Shading Brush. 

Stutt og þétt hár, sem staka upp mikinn augnskugga og gefa frá sér fullkomna skyggingu. Mér finnst best að nota hann í að skyggja neðra augnsvæðið þar sem hann er lítill og blandar vel og jafnt út litunum. Hann er einnig góður í að nota í dekksta litinn í smokey sem er settur alveg upp við augnhárarótina og pakkar litunum vel. Þessi er líka einn af mínum uppáhalds. 

 

 • Lash Separator. 

Þetta er bursti sem er gerður fyrir augnhárin. Í stað hára þá er járn greiða sem er fullkomin í að aðskilja augnhár frá hvort öðru þannig að þau séu ekki klest saman og greiða úr augabrúnum. 

 

 • Brow Set. 

Í þessu setti eru þrír burstar, plokkari og lítil skæri. 

 

 • Skæri. 

Skærin eru úr stáli og eru með hringlaga endum svo maður stingi sig ekki. Þau eru fullkomin fyrir snyrtingu á augabrúnum og til að klippa til gerviaugnhár. 

Það er algjört möst fyrir alla makeup áhugamenn að að eiga ein lítil skæri í kittinu sínu þar sem þau koma oft til góðra nota. 

 

 • Brow Brush. 

Sjá Starter Set ofar. 

 

 • Brow Spoolie. 

Lítil, stíf hár til að greiða til augabrúnir, en mér finns líka gott að nota þessa greiðu í að greiða í sundur augnhár eftri að maskari hefur verið settur á. 

 

 • Brow Highlighting Brush.

Þéttur bursti með stuttum, þéttum hárum. Mjög svipaður Shading Brush (sjá Enhanced Eye Set) nema þessi er skáskorinn og er fullkominn í að highlight-a augnbeinið eða til að nota hyljara með. 

 

Plokkari 

 

Sculpting Set. 

Þriggja bursta sett og þetta er eitt af mínum uppáhalds settum. 

 • Sculpting Brush. 

Stór, skáskorinn bursti með þéttum hárum sem er fullkominn í nota í skarpar skyggingar undir kinnbein. Mér finnst best að nota kremaða skyggingar liti með honum og draga hann með léttri hreyfingu frá því svæði sem er milli hæsta punkts kinnbeinsins og eyrans og niður að miðju andlitinu. 

 

 • Fan Brush. 

Útvíður bursti sem er fullkominn í að nota í highlighter á kinnbeint, nef og enni. Einnig mjög gott að nota hann hreinan til að dusta af auka púður sem er laus á húðinni. 

 

 • Setting Brush

Þessi bursti er minn uppáhalds bursti til að púðra með og sérstaklega undir augu. 

 

 

 

Hér er kominn listi af þeim burstum sem ég nota hvað mest og allir sem mála sig ættu að finna eitthver not fyrir. 

En það eru auðvitað til svo margir fleiri burstar sem ég tók ekki fram í þessari upptalningu en það er bara því að það eru kannski burstar sem ég er ekki að nota jafn mikið og alla hina. 

 

 

En hvernig er best að geyma alla þessa bursta? 

Mér finnst best að geyma burstana mína í burstabelti sem ég fékk í skólanum en það er líka frá Real Techniques

Sumum finnst gott að geyma burstana sína í sér snyrtibuddu, eða stöndum. Ég geri það ekki vegna þess að þá eru þeir ekki í því skipulagi sem ég vill hafa þá í hehe. 

 

 

 

 

 

Síðan er skiptir það mjög miklu máli að þrífa burstana sína reglulega, sérstaklega ef maður er að vinna sem förðunarfræðingur. Það eru mjög mikil óhreinindi sem safnast saman í burstunum okkar eftir hverja notkun og síðan er maður alltaf að setja það á sig aftur og aftur. Þá dreyfast óhreinindin aftur yfir húðina og oft eru örsök þess að fólk fái bólur þau að þau þrífa ekki burstana sína. 

Einnig er gott að vita að þegar kemur að því að þrífa burstana sína skiptir miklu máli að nota sérstaka burstasápu sem fer vel með burstana. Ef maður notar venjulega sápu eða uppþvottalögur getur límið sem heldur hárunum á burstunum saman farið að losna og eyðilagt þá. 

 

Vonandi hef ég hjálpað eitthverjum sem á helling af burstum og veit ekkert hvernig skal nota þá. 

 

Þar til næst 

 

xxx

 

Alexander Sig 

 

Ig @alexandersig

Makeup Ig @facesbyalexsig