Must have outfit

21 Jan 2018

Ég kíkti í heimsókn í Maí á Garðatorgi í vikunni og get ég glöð sagt frá því að ég kom ekki tómhent heim .. 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Maí verslun

Maí var opnuð vorið 2016 af henni Ragnhildi og eiginmanni hennar. Ragnhildur er fagurkeri fram í fingurgóma og sést það vel á verslunninni. Maí byrjaði með húðvörur, gjafavöru og skart. Mér til mikillar gleði eru þau líka byrjuð að bjóða uppá fatnað. Ragnhildur leggur fyrst og fremst uppúr persónulegri og góðri þjónustu bæði í versluninni á Garðatorgi og netversluninni. Búðin er rosalega hlýleg og fallega innréttuð en hún Ragnhildur sá um það allt sjálf. Þau hjón reka versluninna af hreinni ástríðu og versla einungis hluti inn í búðina sem að þau myndu sjálf vilja eignast. Nýverið færðu þau út kvíarnar og opnuðu skóbúðina Apríl sem er líka staðsett á Garðatorgi. 

Sjá myndir af Maí hér fyrir neðan:


M.a. skart frá Hendrikku Waage


Ég setti saman tvö outfit sem innihalda föt frá Maí sem væri hægt að dressa bæði upp og niður eftir tilefni. 
Ég dýrka smáatriðin á bolnum en hann er frá merkinu Free People sem fæst í Maí. Bolurinn er gerður úr 100% náttúrulegum bómul og er því mjög mjúkur og þægilegur. Must have flík sem passar við allt!

Bolur - Maí 
Buxur - Maí 
Skór - Staccato
Þetta er fallegasti kimono sem ég hef nokkurntíman séð, þessi details á bakinu eru TRYLLT!
Ég hafði hugsað mér að nota hann bæði daglega og líka við fínni tilefni. Málið með svona kimono-a er að það er svo rosalega auðvelt að finna eitthvað sem passar við þá. Þessi kimono er algjört statement piece og er því að mínu mati must að vera í eitthverju einföldu við svo að hann njóti sín sem best. 

Kimono - Maí 
Gallabuxur - Asos
Skór - Asos 


Ég mæli með að allir geri sér ferð í þessa fallegu búð en hún er staðsett á Garðatorgi 6 í Garðabænum.
Hér er hægt að skoða vefverslunina en í augnablikinu eru fötin einungis seld í búðinni sjálfri, þau munu vera fáanleg vefverslunni eftir nokkrar vikur.
Þær eru mjög duglegar að deila fallega úrvalinu á facebook síðu versluninnar sem er hér.
Instagrammið er hægt að skoða hér.


Þar til næst x,

Anna 
Instagram: annasbergmann