Uppáhalds Flíkurnar mínar

23 Jan 2018

Gleðilegan þriðjudag kæru lesendur. Mig langar aðeins að segja ykkur frá uppáhalds flíkunum mínum. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa stílnum mínum eða undir hvaða stíl hann myndi flokkast því ég er mjög mikið að blanda saman mismunandi stílum. Ég mér finnst mjög gaman að eiga flíkur sem ekki allir eiga og versla því mikið í búðum eins og Spúútnik þar sem flest allar flíkurnar eru vintage og bara til eitt af hverju, en auðvitað versla ég mér líka venjuleg föt. Outfit-in mín einkennast mjög mikið af yfirhöfnum sem ég á allt of mikið af. 

Svartur frakki frá Weekday 

 

Þenna frakka keypti ég í Weekday - Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum. Þessi flík hefur enst mjög vel og ein af þeim flíkum sem ég fæ bara ekki leið á. Hann virkar fyrir mörg tilefni og ég er nokkuð viss um að ég eigi eftir að nota hann þar til hann dettur í sundur. 

 

Svört kínaskyrta. 

 

Þessi skyrta er úr silki og er keypt í Spúútnik, ég var mjög ánægður með hana og gaman að vita það að það eru ekki margir sem eiga alveg eins skyrtu. Það sést mjög lítið á myndinni en á skyrtunni eru tveir bróderaðir drekar.

finnst alltaf gaman að finna svona piece. 

 

 

 

Bomber jakkar.

 

Ég er algjörlega veikur fyrir bomber jökkum og ég vil yfirleitt hafa þá í stærri kanntinum. Eins og er, á ég þrjá bomber jakka, einn svartan, grænan og gráan, þeir eiga mjög líklega eftir að verða fleiri. Það er hægt að leika sér mikið með outfit-a samsetningar á þeim og ég held að það sé langt þagað til að ég fæ leið á þeim. 

 

 

Army samfestingur

Þennan samfesting keypti ég í Spúútnik, seinasta sumar. Ég keypti mér hann fyrir Secret Solstice og hef notað hann miklu meira heldur en ég hefði haldið. Hann er mjöög þæginegur og get notað nánast hvaða yfirhöfn við hann sem er. 

 

Langerma bolur frá Weekday

 

Þennan bol sá ég á snapchat hjá vinkonu minni þegar hún var í Köben og ég sendi henni strax skilaboð um að hún verði að kaupa hann fyrir mig! Það sem heillaði mig mest við bolinn var að það eru nokkur print á honum, öll mismunandi og eru með endurskini. 

 

 

 

Metal sett - Aftur

 

Þessar tvær flíkur eru án efa mínar uppáhalds. Þetta eru buxur og bolur úr Metal línunni í Aftur. Frá því að ég sá þessa línu fyrst varð ég algjörlega ástfanginn af þessum fötum og hugsaði að ég yrði að eignast þau. En síðan var ég svo heppin að ég fékk bolinn og buxurnar í afmælisgjöf. Settin eru endurunnin úr gömlum rokkhljómsveitabolum og engin af settunum eru eins. 

 

 

Racer jakki.

 

Ég fékk mér þennan jakka fyrir Iceland Airwaves í fyrra. Þessi jakki er úr Spúútnik og mig hefur alltaf langað í einn svona jakka síðan þeir komu fyrst í búðina en ég hafði aldrei fundið rétta jakkann, það var alltaf eitthvað sem truflaði mig við sniðin á þeim þar sem þeir voru allir mismunandi og stærðirnar líka. Ég var semí búinn að gefast upp á þessum jökkum því þeir voru alltaf annaðhvort of stórir eða of litlir en síðan var það á þriðja degi Airwaves sem ég kíkti við í Spúútnik og langaði svo að kaupa mér eitthvað fyrir kvöldið og ákvað að reyna við þessa jakka einu sinni enn og fann þá þenna gullmola. 

 

 

Distressed peysa.

Þetta peysu keypti ég í Malmö fyrir nokkrum árum og notaði hana mikið eftir það. En síðan kom smá tímabil þar sem ég notaði hana ekki neitt og hún lá bara inní skáp og endaði síðan í poka í geymslu. Fyrir ca ári fann ég hana aftur en þá var búið að myndast gat á öxlini, þannig ég ákvað að rífa hana meira og gera fleiri göt og gera hana svona distressed. Í dag nota ég hana jafn mikið og þegar ég keypti hana fyrst. 

 

 

Dr. Martens - Chelsea boots

Mig hefur alltaf langað að eiga svona skó og ætlaði alltaf að kaupa mér þá en fékk þá síðan í jólagjöf. Þægilegri skó hef ég ekki átt!

 

Nike Air Max 95 

Ég hef átt mjög marga strigaskó í gegnum árin en engir þeirra entust mér jafn vel og þessir Nike skór. Fyrir mér er þetta hið fullkomna snið á strigaskóm, meðal chunky sólar og yfir höfuð mjög flottir. 

Ég keypti mér þá í Húrra Hverfisgötu og fékk mér þá í hvítum lit og svörtum. 

 

Biker leðurjakki. 

Eftir að ég byrjaði að vinna í Spúútnik fékk ég það á heilann að ég yrði að eignast Biker jakka. Það var mjög erfitt að eyða öllum mínum dögum í búðinni og horfa á alla flottu leðurjakkana á slánum og þræða í gegnum þá aftur og aftur í von um að vonandi myndi birtast jakki sem ég missti af sem passar. En ég þurfti að bíða í smá tíma eftir hinum rétta. Ég hefði auðvitað bara getað farið í hvaða aðra fatabúð sem er og keypt mér nýjan leðurjakka en það voru vintage jakkarnir sem mig langaði í. Sniðið á þeim er aðeins öðruvísi og þeir eru flestir aðeins þykkari. 

 

Hvítur Biker jakki.

 

Þenna jakka keypti vinkona mín í Episode í Danmörku. Síðan fékk ég hann lánaðan í eitt skipti og notaði hann mjög mikið eftir það og hún fékk hann aldrei aftur og ég endaði á því að kaupa hann af henni. Þessi jakki er ekki í þessu svokallaða vintage sniðið eins og svarti biker jakkinn en það er allt í lagi því hann passar fullkomlega á mig. 

 

Cheap Monday - Spray on

 

Ég er nánast alltaf í þessum buxum frá Cheap Monday, þetta eru bara basic, svartar, níðþröngar, gallabuxur sem ég kaupi mér í Gallerí 17. Ef ég er ekki í Metal buxunum frá Aftur þá er ég í þessum. 

 

Kría 

 

Ég fékk þetta fallega hálsmen í afmælisgjöf í fyrra og hefur alltaf langað í eitthvað frá Kríu. Ég nota þetta hálsmen á hverjum degi, get ekki sleppt því að vera með það, sama hvaða outfit-t ég er í. Ég elska bein, veit ekki afhverju haha, en mér finnst bein mjög falleg, þannig þessi skratgripa hönnun er right up my alley. 

Kríu skartgripirnir fást í Aftur og Aurum. 

 

 

 

Þetta er smá brota brot af flíkunum mínum en þetta eru mínar allra uppáhalds flíkur sem ég nota hvað mest. 

 

Þar til næst 

 

xxx

 

Alexander Sig

 

 

Ig @alexandersig

Makeup Ig @facesbyalexsig