Gjafaleikur - Hárlengingar frá Rapunzel of Sweden

24 Jan 2018

Mig langar í samstarfi við Deisymakeup og Rapunzel of Sweden að gefa eitt sett af hárlengingum ásamt sjampói og næringu fyrir lengingarnar. Pakkinn sem ég ætla að gefa er að andvirði 45 þúsund. Ég fékk mér sett og ég hef aldrei verið jafn ánægð með lengingar. Mér líður svo vel með þær og mér finnst þær gera svo mikið fyrir mig. Mig langar til að gleðja einn heppin lesanda og vonandi verður sigurvegarinn jafn ánægður með sínar lengingar og ég er með mínar. 

Í fyrsta lagi langar mig til þess að segja ykkur meira frá lengingunum og tækninni sem er notuð til þess að setja þær í. Rapunzel of Sweden kemur frá Svíþjóð eins og nafnið gefur til kynna. Hárið er af ótrúlega góðum gæðum og það er Evrópskt en lengingarnar sem ég er með eru svokallaðar Tape-in lengingar. Mig hefur langað að prufa slíkar afar lengi og ég varð svo glöð þegar ég fékk loksins að prufa.

Kostir Tape-in hárlenginga:
- Það er enginn hiti notaður í ferlinu
- Það tekur minni tíma að setja þær í 
- Fer betur með hárið en flestar varanlegar lengingar
 - Þær liggja þæginlega í hárinu og maður finnur minna fyrir þeim
- Tape-in lengjurnar rífa ekki í hárið og dreyfist þyngdin á hvern lokk svo þær valda minni óþægindum
- Ekta hár svo það er hægt að lita, nota hita og þvo eins og venjulegt hár

Vinningshafi fær fullt sett af lengingum, verður gefin fagleg aðstoð við val á lit og sjampó+næringu allt frá Rapunzel of Sweden. 


Setja like á Deisymakeup á Facebook
Followa Deisymakeup á Instagram

Setja athugasemd fyrir neðan færsluna þegar þú ert búin að því!

Þið hafið til 12. febrúar til þess að taka þátt og verður sigurvegarinn tilkynntur á Facebook síðu Deisymakeup.