Mittistöskur

26 Jan 2018

Tískan fer í hringi .. Með hverjum deginum sem líður og ný trend líta dagsins ljós þá verð ég meðvitaðari um þessa alhæfingu - Því jú þetta er svo sannarlega satt.

Ég man eftir því þegar ég var yngri þá átti mamma ótrúlega flotta leður mittistösku, ég var svo heppin að fá hana að láni þegar ég fór að skvísast í Kringlunni eða í verslunarferðum erlendis. Ég endaði á því að eiga þrennskonar mittistöskur en eins og gengur og gerist þá fékk ég leið á þeim og gaf þær frá mér. Ég hefði betur haldið í þær því mittistöskutrendið er komið til að vera - allavega næstu mánuði .. 

Eftir að tískurisar líkt og Gucci og Chanel byrjuðu að promota þetta trend aftur þá var no turning back!

--

Mig langaði að deila með ykkur mittistösku innblæstrinum mínum 


Mér finnst mega smart að vera með beltbag yfir yfirhöfn, algjör punktur yfir i-iðÞessi bjútí er á óskalistanum, eins og sést þá er hún frá Prada.
Aldrei að vita nema að maður gefi sér hana í tækifærisgjöf!

--

Þar til næst x,

Anna 
Instagram: annasbergmann