NABLA Cosmetics

27 Jan 2018

NABLA er ítalskt snyrtivörumerki sem ég er rosalega skotinn í! Ég kynntist þessu merki í Nola á Höfðatorgi

Vörurnar eru mjög góðar að  mínu mati og ég hef mikla trú á þessu merki. Ekki nóg með það hve góðar vörurnar eru að þá eru þær með mjög mikil gæði hvað varðar innihald. Það er svo mikið af merkjum sem eru góð en ekki endilega að einblína á gott innihald. Þar byrjar umræðan um hvað er í raun og veru góð vara, vörur geta verið tryllt góðar í notkun en síðan eru vörurnar kannski ekkert svo góðar fyrir húðina. En ég ætla ekki að fara út í það að þessu sinni, það er umræða sem ég tek kannski seinna. 

Ástæðan fyrir því að ég fór að tala um þessa hluti er sú að snyrtivörumerkið NABLA er ekki bara með góðar vörur heldur eru vörurnar cruelty free, vegan (en þó er gott að vita að það eru nokkrar vörur sem innihalda beeswax þannig að það eru fáeinar vörur sem eru ekki vegan) og leggja mikla áherslu á að framleiða gæða vörur sem innihalda sem minnst af ofnæmisvaldandi efnum. Þær eru einnig lausar við silicon, paraben, mineral olíur, phtalate, súlfat, p.e.g.s. , e.d.i.t. og fleira. 

 

Þegar ég kom í fyrsta skiptið inn í Nola, þá voru það aungskuggarnir frá NABLA það fyrsta til að fanga athyglina mína, svo margir fallegir litir og fallega útstillt. Ég fór auðvitað beint í það að pota í alla augnskuggana og þurfti að fá alveg nokkra hreinskiklúta, því það var bara ekki meira pláss á hendinni minni til að swatch-a á. En það var þá sem ég féll fyrir merkinu og enn meira þegar ég frétti af innihaldslegum gæðum o.s.fv.

 

Það leið ekki langt þar til ég eingaðist nokkrar vörur frá NABLA, en það voru augnskuggarnir sem ég hafði hvað mestan áhuga á. Þeir eru svo ótrúlega fallegir, litsterkir og góðir í notkun. 

 

Alchemy

 

Það er uppáhalds augnskugginn minn frá merkinu. fullkominn duochrome, celestial augnskuggi. Þennan lit er mikið hægt að leika sér með, hægt er að nota hann einan og sér, í innri augnkrók, í halo förðun, smokey förðun og margt fl. 

 

Babylon

Fullkominn, dökkgrænn, sannseraður augnskuggi sem er einni fullkominn í smokey, halo, einn og sér og fleira. Ég er mikill aðdáandi grænna augnfarðanna og mjög spenntur því að gera eitthvað tryllt look með honum. 

 

Selfish

Þetta er litur sem ég held að eigi eftir að vera mjög vinnsæll árið 2018, þar sem að fjólubláir augnskuggar eru að koma sterkt inn í förðunartrendum þetta árið. 

 

Virgin Island 

Ótrúlega fallega blár augnskuggi sem minnir eiginlega bara á bláann sjóinn á eitthverri framandi eyju. 

En það er einnig mjög skemmtilegt að leika sér með þennan lit og mikið hægt að gera með honum. 

 

Frozen. 

Metallic silfurlitaður augnskuggi sem er fullkominn í einhverja tryllta, kalda augnförðun. Mæli með að spreyja vatni eða setting-spreyi á hann eftir að hann er kominn á burstann og áður en að hann er settur á augun. Þannig fær maður mjög mikla metallic áferð og meira pigment. 

 

Sensuelle. 

Rosalega fallegur og léttur augnskuggi sem er fullkominn í létta förðun, í augnkrók eða einan og sér á augnlok. En auðvitað virkar hann líka vel í aðeins þyngri augnfarðanir. 

 

City Wolf. 

Fullkominn blöndunar litur, hann er kaldur sem mér finnst fullkomið því ég er aðeins farinn að færa mig frá öllum þessum hlýju rústrauðu aunskuggum. En þessi er fullkominn grá/daufbrúnn augnskuggi sem mér þætti best að nota sem fyrsta skyggingarlit í glóbuslínu, fyrsta lit í dökkt smokey eða bara einn og sér yfir allt augnlokið. Hann kemur mjög náttúrulega út og auðvelt að mixa hann við aðra liti. 

 

 

En þetta eru svona mínir uppáhalds augnskuggar frá merkinu en þeir eru auðvitað miklu fleiri og margir sem ég er búinn að ákveða að ég ætla að bæta við í safnið. 

 

Augskuggarnir eru seldir stakir og einnig í stökum refil pönnum, þannig hægt er að búa sér til sína eigin palletu með því að setja refil augnskuggana í tóma segla pallettu. 

 

Það eru mjög fallegir highlighterar og skyggingarlitir hjá þessu merki og ég valdi mér þessa tvo. 

 

Osexed 

 

Látlaus og fallegur highlighter, hann er alls ekki með sjáanlegum glimmerflögum, bara fullkominn látlaus ljómi með smá kopar-bleiku endurskini sem auðvitað er hægt að byggja upp í blindandi highlighter eins og margir vilja hafa, en hann er fullkominn fyrir þá sem vilja aðeins náttúrulegri ljóma á húðinni. 

 

 

Gotham 

Gotham er skyggingarlitur fyrir andlit, hann er kaldur litur og því mjög hentugur fyrir okkur næpuhvítu íslendingana á þessum árstíma. Hann gefur húðinni smá lit og líf en er ekki rosalega hlýr og yfirgnæfandi eins og sólarpúður geta verið. 

 

 

NABLA er með mjög fallega varaliti og vörur fyrir varirnar. 

Ég á mér tvo uppáhalds liti í möttu varalitunum hjá merkinu og eru það þessir tveir. 

 

Rumors 

 

Coco. 

 

Þetta eru mína topp uppáhalds vörur hjá merkinu NABLA og ég er ekkert smá spenntur að prufa meira frá merkinu eins og t.d. faraðana, hyljarana o.s.fv. Því miðað við hvað allar þær vörur sem ég hef nú þegar prufað eru góðar þá get ég rétt svo ýmindað mér hvað restin hlýtur að vera góð. 

 

Þetta er merki sem ég hef mikla trú á og spái að muni verða með þeim vinsælustu á markaðnum einn daginn. 

Hlakka til að fylgjast með því og öllum þeim nýjungum sem eru að koma. 

Ef það eru einhverjir þarna úti sem velja snyrtivörurnar sínar eftir gæðum hvað varðar innihald þá er þetta eitthvað fyrir þá einstaklinga og alla aðra auðvitað. 

 

 

Þar til næst 

 

xxx

 

 

Ig @alexandersig 

Makeup Ig @facesbyalexsig