Hugmyndir af hollu millimáli

29 Jan 2018

Fyrir nokkrum árum síðan þurfti ég að hætta að neyta mjólkurafurða vegna mjólkuróþols. Mér fannst það mjög erfitt í fyrstu og sérstaklega þegar kom að því að finna út hvað ég ætti að borða í staðinn. Mér fannst þægilegt að grípa í t.d. skyr, hrökkbrauð með osti fyrir millimál eða boozt með létt abmjólk. Ég þurfti að finna uppá nýjum orkugjafa fyrir langar og strangar æfingar og tók það dágóðan tíma. 


Ég þarf að hafa mikið fyrir því að næra líkamann minn og þarf að vera undirbúin á nánast hverjum einasta degi. Það tekur sinn tíma að finna næringaríkan og góðan mat í staðinn fyrir mjólkurafurðir og kjöt. Margir sem hætta að borða kjöt skipta því út fyrir brauð og pasta en það er ekki leiðin sem ég kýs. Það skiptir mig mjög miklu máli að borða hollan og góðan mat á hverjum degi, ég finn rosalegan mun bæði andlega og líkamlega ef ég held mig við hollt mataræði. 

Ég vildi deila með ykkur nokkrum hugmyndum af góðum og fljótlegum millimálumÉg nota epli mjög mikið í matargerð og þá sérstaklega í millimál. 
Ég fékk nóg af hnetusmjöri eftir að hafa borðað hnetusmjör og epli í næstum því öll mál. Því kom möndlusmjör í staðinn og er það alls ekki síðra. Ég fæ mér það bæði eitt og sér s.s. epli og möndlusmjör eða smyr möndlusmjörið á maísköku og eplasneiðar ofaná. Þetta er eitthvað sem ég lærði þegar ég var í lokaprófum í Versló. Uppskriftin er rosalega einföld og mjög fljótleg, þetta er my-go-to þegar mig langar að narta í eitthvað hollt sem kemur í staðinn fyrir nammi. 
Ég sker epli í báta eða sneiðar og raða í form. Svo læt ég vel af kanil yfir og helli bræddri kókosolíu yfir eplin. Þetta fer svo inní ofn við 180°C þangað til að eplin eru orðin brún og mjúk. Þetta er algjört nammi!Þetta combo er í miklu uppáhaldi þessa dagana. Brauð í hollari kantinum með vegan smurosti. Mér finnst ennþá betra að rista brauðið aðeins, mega gott! Ég mæli með þessu ef ykkur vantar meiri fyllingu í magann því þetta er alveg ágætlega matarmikið.Túnfisksalat með sólþurkum tómötum og ólívum. Ég hef reyndar ekki verið dugleg að búa þetta salat til undanfarið en það er í algjöru uppáhaldi.

Innihald:
- Túnfiskur í vatni
- Sólþurkaðir tómatar
- Svartar ólívur
- Rauðlaukur
- Avocado olía
- Sítrónupipar
- Salt og pipar


Ég hef ekki verið að fara eftir eitthverjum sérstökum mælieiningum en salatið verður alltaf jafn gott!
Mæli með að gera mikið magn og kæla. Mér finnst best að láta salatið annað hvort ofan á finn crisp eða heilkorna rúgbrauðið sem ég talaði um hér fyrir ofan.Ég hef ekki alltaf tíma til þess að búa mér til millimál og þá finnst mér gott að grípa i þetta hér fyrir ofan.
Chia squeeze í bragðinu mango coconut, mér finnst þetta alveg vandræðalega gott. Þegar ég bjó í London þá sendi fjölskyldan mín mér fleiri kassana af þessu mánaðarlega ..
Nýtt uppáhalds, froosh með kókos, banana og ananas - algjört nammi.
Tamari möndlur, ég held ég muni seint fá leið á þessum. Ristaða tamari bragðið er bara of gott. 


Þetta er svona það helsta sem ég fæ mér fyrir æfingar og í millimál. Þessi listi er auðvitað ekki tæmandi en ég fæ mér eitthversskonar ávexti og grænmeti á hverjum degi, það þarf að passa að gleyma þeim ekki :-)Þar til næst x,

Anna 
Instagram: annasbergmann