Maison Margiela Couture

29 Jan 2018

Maison Margiela hélt sína Couture tíksusýningu í París nú í seinustu viku og förðunarfræðingurinn Pat McGrath sá um förðun á sýningunni. Farðanirnar voru hreint út sagt trylltar! Þemað hjá Pat McGrath var mjög futuristic, en þar mátti sjá mikið af holographic litum á vörum og andliti. 

 

Pat McGrath er ein af stærstu förðunarfræðingum í heiminum í dag, fyrir mér er hún mikil fyrirmynd sem förðunarfræðingur og ég dreg mér mikinn innblástur frá henni. 

Pat McGrath er sjálflærður förðunarfræðingur, hún á sína eigin snyrtivörulínu sem kallast Pat McGrath Labs og hún sér um farðanir fyrir allar stærstu tíksusýningarnar í dag og er með stóran kúnnahóp af stórstjörnum. 

Vörurnar hennar eru mjög high-end og mig dreymir um að eignast eitthvað af vörunum frá henni. 

 

 

Nú hefur tískuvikan í París verið í fullum gangi og hvað varðar förðun þá stóð Maison Margiela couture sýningin mikið upp úr fyrir mér. 

Futuristic var þemað hjá Pat McGrath, svona förðun er kannski ekki eitthvað sem öllum finnst flott en ég er að eeelska þetta. 

Hún var mjög mikið að notast við holographic filmur sem hún límdi framan í fyrirsæturnar. 

Hún hélt húðinni náttúrulegri og látlausri og lét athyglina beinast alfarið að filmunum, enda eru þær það fyrsta sem grípur augað. 

 

Þar til næst 

xxx

Ig @alexandersig

Makeup Ig @facesbyalexsig