Fallegt lúxus innlit

30 Jan 2018

Þið afsakið fjarveru mína hér, flensan bankaði upp á hjá okkur fjölskyldu, hver á eftir annari. Algjört slen og þreyta er búið að einkenna síðustu daga, en við erum sem betur fer að braggast. 

Lífið er búið að vera mjög busy síðustu misseri. Árið byrjar vel, fullt af skemmtilegum og krefjandi verkefnum sem ég tek að sjálfsögðu fagnandi. Ég er vægast sagt mjög spennt fyrir komandi tímum. 

Færslan að þessu sinni er mjög einstakt innlit í algjöra lúxus íbúð. Það er hægt að sanka að sér hellings innblæstri og hugmyndum frá þessu heimili. Hvort sem það er lita- og efnaval, lýsing, uppröðun eða húsgagnaval. Eldhúsið er guðdómlegt, dökk eik og hvítur marmari - tímalaust! Persónulega finnst mér mjög fallegt þegar rómantískum loft- og vegglistum er blandað saman við módern húsgögn - Hvað finnst ykkur?