Fljótlegt og hollt granóla

30 Jan 2018

Ég hef lengi verið að leita af góðu, hollu og ódýru granóla. Mér hefur þótt það frekar erfitt og einhvernveginn aldrei gengið svo langt að búa til mitt eigið, ég var búin að ákveða að það væri alltof flókið og tæki of langan tíma.

Í gær ákvað ég að fá mér smoothie bowl í kvöldmat þar sem að það er í miklu uppáhaldi eftir Bali ferðalagið. Til þess að gera það ennþá matarmeira bjó ég loksins til mitt eigið granóla. 

Ég fann uppskrift á netinu sem ég síðan breytti og gerði að minni eigin.


Hún hljómar svona:

 • 4 dl tröllahafrar
 • 1 dl hakkaðar möndlur
 • 1/4 dl chia fræ
 • 3 tsk kanill
 • 1 tsk sjávarsalt
 • 1/2 dl brædd kókosolía
 • 1 stk eggjahvíta
 • 1/3 dl döðlusýróp
 • 2 tsk vanilludropar
 • 1/2 dl þurrkuð gojiber
 • 1/2 epli 

Ég byrjaði á því að blanda saman öllum þurrefnunum og bætti síðan restinni við. 


Eftir að deigið er orðið vel blandað saman þá flet ég því út á bökunarpappír. Síðan fer það inní ofn við 180°C í u.þ.b 15 mínútur.


Á meðan granólað bakaðist þá bjó ég til grunninn af smoothie skálinni minni. Ég ákvað að gera það mjög einfalt og notaði einungis jarðaberja hafrajógúrtið frá Oatly.


Voilà! Ég skar síðan jarðaber, banana, kiwi og bláber og stráði yfir. Þetta tók mig u.þ.b. 30 mínútur og var hverrar mínútu virði. Uppskriftin er ágætlega stór svo að það er fullkomið að geyma restina í boxi, algjör snilld að geta fengið sér svona með t.d. jógúrti eða boozt. 

--

Njótið vel x,

Anna 
Instagram: annasbergmann