Brúnkurútína

31 Jan 2018

Nouvatan vörurnar fékk ég að gjöf.

Ég tók saman þau helstu ráð og vörur sem virka vel fyrir mig þegar það kemur að því að brúnka mig. 

Ég viðurkenni það ég er algjör sökker fyrir góðri brúnku. Það er eitthvað við það í skammdeginu að geta hent á sig einni umferð og fríska aðeins upp á sig. Fyrst langar mig að deila með ykkur mínum uppáhalds brúnku vörum og svo nokkur tips sem ég hef tileinkað mér. 
 Hér er ég búin að setja á mig eina umferð af Nouvatan froðunni í Dark. 


Hérna er ég svo búin að sofa með brúnkuna og skola af mér.

Nouvatan er mín Go To brúnka. Ég elska að prufa ný merki en ég fer alltaf aftur í Nouvatan. Liturinn er svo fallega gylltur, ekkert appelsínugulur. Brúnkan er svo þæginleg í notkun og ég er bara orðin svo vön þessari vöru. Það besta er samt að það kemur líka sprey sem ég nota í andlitið eða Tan in a Can. Mér finnst ekki koma fallega út á mér að setja froðu í andlitið en spreyið er allt annað. Það kemur svo falleg áferð af því í andlitið svo er það svo fljótlegt og þæginlegt jafnvel þegar ég vil sleppa líkamanum og fríska aðeins upp á efri partinn, þá andlitið og bringuna þá bara skelli ég smá á mig og verð brún strax. Froðan og spreyið er bæði dökkt á lit þegar maður ber það á sig þannig að það er auðvelt að koma í veg fyrir að verða flekkóttur. Mér finnst best að bera á mig brúnku fyrir svefn og fara svo í sturtu þegar ég vakna til þess að skola af mér. Það er bæði hægt að velja Dark og Light í froðunni og spreyinu frá Nouvatan. 

Nouvatan fæst HÉR.Ég hef einnig verið að nota Loving Tan vörur sem fást hjá Fotia.is. Ég elska hanskann frá Loving Tan - Deluxe Applicator Mitt. Það er hægt að nota báðar hliðar af hanskanum og hann lekur ekki. Eina sem þarf að passa er að þvo hann ekki með of heitu vatni og hann má ekki fara í þvottavél. Ef maður þrífur hanskan eftir hverja notkun er samt hægt að nota hann í allt að 6 mánuði. Einnig mæli ég með Back Applicator. Ef maður er einn og nennir ekki að fara úr axlalið við það að ná að bera á bakið þá er þessi græja algjör snilld. Svo er það Bronze Shimmer kremið. Ég elska að nota það ef ég vil fríska aðeins upp á tanið. Þetta er ss. krem sem gefur manni lit en kremið inniheldur einnig smá glimmer þannig að það er fullkomið fyrir fínni tilefni. Kremið smitast ekki í föt, gefur manni lit um leið og maður ber það á og skoalst af í sturtu. Kremið er líka fullkomið til þess að bera yfir brúnku sem er byrjuð að skolast af því þetta gefur manni jafna og fallega áferð. Ég mæli einnig með Loving Tan froðunni þó ég get ekki sagt að hún sé mín allra upáphalds engu að síður frábærar vörur sem ég mæli með. 

Tips: 

Eiga góðan brúnku hanska.
Passa vel upp á hárið, brúnka getur fest í hárlit og þá sérstaklega ljósum.
Skola af sér ca. 4+ tímum eftir að maður ber á sig.
Ef maður vill minni lit, fara þá fyrr í sturtu og skola af.
Sofa með dekkri rúmföt ef þú brúnkar þig reglulega.
Brúnkan verður fallegri ef þú passar að ná allri brúnku af þér frá fyrra skipti.
Það er gott að skrúbba sig reglulega til þess að ná öllum dauðum húðfrumum og óhreinindum af húðinni.
Vera dugleg/ur að gefa húðinni raka, drekka vatn og bera body lotion!
Fara í bað og nota skrúbb, skrúbbhanska eða þurrbursta áður en þú berð á þig.
Ekki bera neitt á húðina rétt áður en þú brúnkar þig.
Passa að skipta reglulega um brúnku hanska og þrífa hanskan reglulega.
Ef þú gerir mistök eða vilt minnka lit á ákveðnum stað eins og td. fingrum er snilld að setja toner í bómul og strúka yfir. 


Vil benda á að þessi ráð virka frábærlega fyrir mig en við erum öll misjöfn og best er auðvitað bara að prufa sig áfram og finna hvað hentar hverjum og einum best. Vona samt að þetta geti hjálpað einhverjum!