P I Z Z A N I G H T

31 Jan 2018

Föstudagspizzur er það ekki annars? Ég elska pizzur og þá sérstaklega heimatilbúnar því mér finnst gaman að gera allskonar tilraunir og prufa eitthvað nýtt. Um helgina prófaði ég uppskrift, úr bókinni Eat Beautiful, með blaðlauk og beikoni sem var mjög skemmtileg. Ég gerði líka mína all time favorite.

                    Pizzadeig

         500g hveiti 

         1/2 teskeið salt

         7 g eða einn pakki þurrger

         1 teskeið hunang

         4 matskeiðar ólífuolía

 

Setjið hveiti og salt í stóra skál og blandið saman.

Setjið ger, hunang, volgt vatn í bolla og hrærið létt saman og látið standa í nokkrar mínútur og hellið síðan í hveitiskálina.

Blandið saman rólega með gaffli út frá miðju og hrærið í hringi og látið hveitið blandast betur og betur við. Hellið síðan deiginu á borðið með smá hveiti og hnoðið þangað til það er orðið mjúkt og flott.

Setjið deigið í skálina aftur, látið viskustykki yfir og látið standa þangað til það hefur nánast tvöfaldast í stærð.
 

*gott er að láta pizzudeigið standa í svona 10 mín þegar það er búið að fletja það út áður en raðað er á pizzuna

 

Pizza sósan

1 matskeið ólífuolía

1 miðlungslaukur

1 hvítlauksgeiri

2x400g hakkaðir tómatar í dós

1 teskeið oregano

1 teskeið basil

1 teskeið hunang

Salt&pipar

 

Hitið olíu í potti á miðlungshita, setjið smátt saxaðan lauk og hvítlauk í pottinn og steikið í 5 mínútur eða þangað til hann er orðið mjúkur.

Hellið síðan úr tómatadósunum í, lækkið hitann, látið malla í 30-40 mín og hrærið inná milli þangað til að sósan er orðin þykk.

Bætið þá við oregano, basil og hunanginu og hrærið. Smakkið til með salti og pipar..

 

P I Z Z A 
 

Leek-and-Pancetta

Pizzasósa

1 stöng blaðlaukur

Ferskur mozzarella

75 g beikon

1 ferskt rósmarín eða þurrkað

 

Skerið blaðlaukinn í litlar sneiðar og sjóðið í vatni í 5 mínútur, þurrkið og setjið til hliðar.

Raðið á pizzuna hráefnunum og bakið á 200° í 8-10 mínútur.
 

Pruciutto-og-Rauðlaukssulta

Þessa geri ég eiginlega alltaf ef ég bý til pizzu því hún er í uppáhaldi hjá mér.

 

Pizzasósa

Hráskinka

Mozzarella

Rauðlaukssultan mín (uppskrift má finna hér), einnig hægt að kaupa.

Klettasalat

 

Raðið öllum hráefnum á pizzuna og bakið í 200° ofni í 8-10 mín.

Setjið síðan klettasalatið ofan á eftir bakstur.