Smá nýtt

01 Feb 2018

Outfit vikunnar vol. 3 er smá collage af vörum sem ég keypti í dag í Zara. 

Þessi færsla er ekki kostuð

Það sem fékk að koma með mér heim voru vörur úr nýju línunni, típískt! Alltaf dregst maður hraðar að þeim heldur en að útsöluvörunum. Ég keypti reyndar svolítið funky skó sem voru á útsölu. Ég fann þá hvergi á netinu svo að ég gat ekki haft þá með. Ég deili þeim kannski á Instastory á næstu dögum.

Að þessu sinni var það þessi Túnik svarti wrap kjóll, ég hugsa að ég geti notað hann mikið - dressað hann upp og niður eftir tilefnum. Dökkgrá hlý og djúsí peysa eru alltaf sættanleg kaup. Og svo að lokum leggings, já þær eru að koma aftur... og ég freistaðist í þægindin. 

Þangað til næst xx