Húðflúr

02 Feb 2018

Ég er mjög mikill tattoo áhugamaður, mér finnst mjög gaman að skoða myndir af tattoo-um á netinu og ég á það til að gleyma mér í því klukkutímum saman. Ég skoða mikið mismunandi húðflúr fyrir innblástur og hugmyndir og hef gaman að sjá mismunandi stíla, merkingar, uppruna og fleira. 

Að mínu mati þarf alls ekki að vera nein sérstök merking á bak við húðflúr, það er nóg að maður fái sér mynd sem manni finnst flott eða falleg, það er nógu mikil ,,merking” í sjálfu sér. Hver og einn fær sér húðflúr á sínum eigin forsendum og það á ekki að skipta máli hvað öðrum finnst um flúrin, maður er auðvitað að gera þetta fyrir sjálfan sig en ekki aðra. 

 

Sjálfur er ég með nokkur húðflúr en þau eru öll frekar mismunandi en mér finnst þau samt sem áður öll harmonera nokkuð vel saman. Ég fékk mér mitt fyrsta tattoo þegar ég var 17 ára. Ég ætla ekki að sýna ykkur mynd af því, vegna þess að ég er ekki nógu sáttur með það og er búinn að vera í langan tíma á leiðinni að láta laga það. Húðflúrið er mynd af ljónshöfuði sem ég lét flúra á öxlina og á efri handlegginn. 

 

Mitt uppáhalds tattoo er mynd af litlum spörfugli sem ég fann á netinu, ég var búinn að pæla lengi í því að fá mér hann og lét svo loksins verða af því og fór til Ólafíu sem var á Reykjavík Ink á  þeim tíma. Hún er eitt stórt hæfileikabúnt og ég er svo ánægður að hafa farið til hennar!

 

 

Ári eftir að ég fékk mér fuglinn fór ég og fékk mér flúr af blómi sem ég hafði teiknað sjálfur og hafði lengi langað í en fann aldrei hina fullkomnu mynd, þannig ég fór að skoða allskonar myndir og stíla fyrir innblástur og teiknaði mitt eigið blóm. 

 

Síðan fóru margir í kringum mig að fá sér tattoo með stick and poke nálum. Þannig ég sló til og fór og keypti mér allt það sem maður þarf að eiga til að gera stick and poke tattoo sjálfur og byrjaði að fikta við það heima og stundum hittumst við vinahópurinn og héldum stick and poke kvöld. 

Stick and poke aðferðin segir sig nokkurn vegin sjálf í nafninu, maður notast við sérstaka tattoo nál og tattoo blek og dýfir nálinni í blekið og byrjar svo að pota nálinni í húðina - punkt fyrir punkt og maður þarf yfirleitt að fara nokkrar umferðir. Það er mjög mikilvægt að halda öllu í kring hreinu og notast við sótthreinsi. 

(Ég mæli ekki með að gera þetta sjálf heima nema með einhverjum sem þekkir til) 

 

Sjálfur er ég búinn að gera fimm stick and poke tattoo á mig sjálfan og ég er mjög ánægður með þau. 

 

Þunnur máni á innri handleggnum. 

 

Níu punkta á úlnliðinn, raðað er eftir því hvernig stjörnumerkið mitt lítur út á stjörnukorti.

 

Auga á ökklanum. 

Orðið spirit milli fuglsins og stjörnumerkisins á hendinni. Orðið spirit hefur margskonar þýðingar fyrir mig sem ég tengi mikið við. 

 

Mig hafði mjööög lengi dreymt um að fá mér fingra-tattoo en þorði því ekki vegna þess að ég var alltaf með það á bakvið eyrað að það gæti mögulega verið erfitt fyrir mann að fá vinnu með svona áberandi tattoo. Svo gerðist ég förðunarfræðingur og hugsaði what ever, mig er búið að langa lengi í fingra tattoo og ég ætla bara að gera það. Ég fékk mér lítinn mána með tveimur punktum fyrir ofan hann og þrem fyrir neðan. 

 

Eftir mitt fyrsta tattoo vissi ég að það yrði ekki mitt fyrsta og síðasta þrátt fyrir að ég hafi ekki verið nógu sáttur með það. Það munu alveg þó nokkur fleiri bætast við í tattoo safnið mitt í náinni framtíð og hugmyndirnar eru endalausar. 

 

Hlakka til að sýna ykkur þegar fleiri munu bætast við í hópinn. 

 

 

Það var ekki meira að þessu sinni. 

 

Þar til næst 

xxx

 

 

ig @alexandersig 

makeup @facesbyalexsig

 

SaveSave