Skókaup á Bali

02 Feb 2018

Ég eyddi jólunum og áramótunum á Bali en þar hafði ég engar væntingar varðandi fata- eða skókaup. Samt sem áður náði ég á eitthvern ótrúlegan hátt að taka með mér 5 ný skópör heim, ég sem bjóst við að kaupa lítið sem ekkert - Það er alveg ótrúlegt hvernig sumir áfangastaðir koma manni skemmtilega á óvart.

Ég er algjör sneakerhead og á mjög gott safn af strigaskóm en úti á Bali keypti ég mér ekki eitt strigaskópar, ég kom sjálfri mér þvílíkt á óvart. Mig langaði að deila með ykkur myndir af skónnum sem ég fékk mér. Ég kolféll fyrir þessum fallegu skóm. Ég hef aldrei verið hrifin af svona lágum hæl en þessir skór eru bara of fallegir. Þeir passa við gjörsamlega ALLT og það er mjög auðvelt að dressa þá bæði upp og niður. Ég fékk þá í búð sem heitir Staccato.Smá öðruvísi funky skór. Mig vantaði svo flotta strandarskó og þessir voru fullkomnir. Ég notaði þá mjög mikið úti og ég dýrka þennan græna lit. Ég sé fyrir mér að nota þá t.d. í sumar við annað hvort svarta eða hvíta flík - jafnvel all white outfit og poppa það upp með þessum græna lit. Úr H&M.Er mjög skotin í mules týpunni, fullkomnir fyrir vinnuna mína. Þessir eru líka algjör klassík. Úr ZARA.Þeir sem eru að fylgja mér á Instagram sáu líklega myndina sem ég deildi í dag en þá var ég í þessum. Þeir voru á útsölu í ZARA og ég gat ekki ekki keypt þá. Bleikt velvet, demantar OG perlur - ég dýrka þá. Ég hef reyndar aldrei notað þá, er of hrædd um að íslenska veðurfarið skíti þá út .. Þeir bíða eftir að snjórinn láti sig hverfa og sólin byrjar að skína. Ég sé fyrir mér að nota þá við frekar einföld look, eins og gallabuxur, faux fur eða jafnvel svartan klassískan kjól. Þessir skór eru algjört statement piece og því mikilvægt að leyfa þeim að njóta sín í botn.Síðast en svo sannarlega ekki síst, þessi fullkomnun. Ég fékk þá líka í Staccato. Ég er nú þegar búin að nota þá heilan helling. Algjörir bjútís, fullkomnir við hvað sem er og það skemmir ekki fyrir hversu þægilegir þeir eru. Skór uppá 100

--

Þar til næst x,

Anna 
Instagram: annasbergmann