Undirföt fyrir valentínusardaginn

03 Feb 2018

Undirfötin fékk ég að gjöf frá Lineup.is 

Ég fékk þessi dásamlegu undirföt núna á dögunum og ég er ekkert lítið ánægð. Ég hlakka til að klæðast þeim við gott tilefni þar á meðal á valentínusardaginn. 

Fyrir sérstök tilefni er svo gaman að fara alla leið og gera vel við sig. Falleg undirföt er snilldar leið til þess að líða vel með sjálfan sig, upplifa sig kynþokkafulla eða gera gott tilefni ennþá betra. Ég er svo ánægð með þessi fallegu undirföt sem ég fékk frá Lineup.is - það besta er að úrvalið er gott og það eru til falleg undirföt í allskonar stærðum sem er mikill plús. Ég valdi mér þessa samfellu á myndunum meðal annars (alls ekki auðvelt val það er svo mikið fallegt til) en mér finnst hún fara mínu vaxtarlagi einstaklega vel og ég er bara frekar ánægð með mig í henni, eitthvað sem ég upplifi ekki sérstaklega oft svona fáklædd. Mér finnst ég líka geta notað hana innan undir boli eða kjóla vegna þess að detailin á samfellunni eru svo falleg. Einnig valdi ég mér undirkjól og annað nærfatasett. Ég hef aldrei átt neitt svona fallegt, kannski líka ekki búin að vera örugg með líkamann á mér síðustu ár - en satt að segja líður mér eins og mega bombu í þessum settum. Gerir mikið fyrir mann! 


 

Undirfötin eru á afslætti þessa dagana - endilega skoðið úrvalið HÉR

Fullkomin gjöf eða bara fyrir þig ef þér langar að vera extra flott fyrir eitthvað skemmtilegt tilefni. Mæli með!