Western vibes

03 Feb 2018

Það hefur ekki farið framhjá mér að hin svokallaða western tíska er að líta dagsins ljósi. Sjálf er ég mikill aðdáandi enda elska ég kögur, gallaefni og útvíðar buxur.

Um er að ræða stígvél í kúrekastíl, skyrtur í bohemian fíling, gallaefni, kögur, rúskin og útvíðar gallabuxur.  Þetta er western tíska í 70s ívafi, eitthvað sem hefur sést oft á tíðum á festivölum erlendis t.d. Coachella. Ég get alveg ímyndað mér að við munum sjá mikið um þessi look á Coachella núna í apríl.
Persónulega fíla ég þessa tísku mjög en ég veit ekki hvort ég muni fara svo langt að fá mér há, gróf kúrekastígvél. Ég aftur á móti fíla lág boots sem eru í smá western-anda. Þessi tíska hefur bæði sést á tískupöllunum og mikið hjá frægum tískugyðjum sem t.d. ég leita innblásturs hjá. 
 

Mig langaði að deila með ykkur mínum western innblæstri
Kúl denim on denim samsetningAlexa Chung í lágum kúrekastígvélumCaroline Daur í snakeskin stígvélum með western ívafi & Eleonara Carisi í útvíðum gallabuxum - elska þessi look

(Vinstri mynd) Danielle Bernstein í útvíðum gallabuxum og kögurjakka 
(Hægri mynd) Mynd sem Danielle deildi á Instagram - Há stígvél og hattur í kúrekastíl


Ein af mínum tískufyrirmyndum, Mimi Elashiry. Hér skartar hún gullfallegum gulum pels, kúrekastígvélum og svo má ekki gleyma tóbaksklútnum.
Elska allt við þetta outfit.


Ég tók saman nokkrar flíkur og skó sem eru í western / 70s fíling


Kögur, stud detailar, blússur í bohemian stíl parað saman við boots í kúrekafíling - Það er eitthvað sem ég myndi klárlega klæðast

--
 

Þar til næst x,

Anna 
Instagram: annasbergmann