B&W CPH

05 Feb 2018

Ég tók nokkuð spontant ákvörðun og ákvað að skella mér til Kaupmannahafnar í síðustu viku. Copenhagen Fashion Week stóð yfir þessa sömu viku sem skemmdi alls ekki fyrir. Ég kíkti á nokkra viðburði ásamt því að eiga góðar stundir með yndislegum vinkonum.
Ferðin var þó í styttri kanntinum en ég flaug út á fimmtudegi og kom heim á laugardegi. 

________________
 

Þrátt fyrir stuttan tíma þá náði ég að bralla ýmislegt og skellti nokkrum myndum á instagram eins og eflaust einhverjir hafa tekið eftir sem fylgja mér þar (kolavig).
Mig langar að deila með ykkur svarthvítri myndaseríu úr þessari skemmtilegu ferð. 
 Þessi klassíska speglamynd á Keflavíkurflugvelli áður en haldið var inn í vél. 
 

Átti gæðastund með Thelmu Dögg á Cafe Norden. 
 Var sól? nei alls ekki. Langaði mig að vera skvís með nýju sólgleraugun sem ég fjallaði um hér? já mögulega... 
Keypti þessa skó í versluninni Evu áður en ég fór út. Þeir eru frá danska merkinu Samsøe Samsøe og ég var í þeim allan tímann. ELSKA þá!
 Við Sigríður skáluðum í einum øl eftir flotta sýningu Heliot Emil.  
 

Veitingastaðurinn PS Bar & Grill fær fullt hús stiga frá okkur Evu. 
Mér var boðið í heimsókn í showroomið hjá Selected og mátaði nokkrar flíkur sem eru væntanlegar í haust. Þessi samfestingur heillaði mig meðal annars upp úr skónum. Hann er í lit sem kallast rauðrófu rauður eða Beet red á ensku. Þið getið séð myndina í lit á instagram (kolavig).  
 Þessi dragt er einnig væntanleg í Selected í haust og er í sama lit og samfestingurinn. 
Við Hlín sötruðum á gómsætum kokteilum síðasta kvöldið á Cantina. Mjög næs staður!Æðisleg ferð með frábæru fólki! 
Hlakka strax til að heimsækja Kaupmannahöfn aftur en ég get með sanni sagt að þessi skemmtilega borg er í miklu uppáhaldi. 


Takk fyrir að lesa,
þangað til næst