New coat

06 Feb 2018

Ég datt heldur betur í lukkupottinn þegar ég kíkti á útsölurnar í ZARA um seinustu helgi.

Ég ætlaði mér ekki að kaupa neitt, heldur ákvað ég í sakleysi mínu að labba einn hring og leita mér innblásturs. Hvern var ég að reyna að blekkja .. Auðvitað endaði ég inní mátunarklefa með nokkrar flíkur og þar á meðal fallega svarta kápu með faux fur detailum.

Ég gat ekki staðist mátið og ákvað að vera góð við sjálfa mig og taka hana.
Ég er ótrúlega ánægð með hana og er búin að nota hana heilan helling þrátt fyrir að hafa átt hana í einungis nokkra daga.

Ég tók smá funky myndaþátt sl. sunnudag og hér er útkoman - ég ákvað að poppa outfittið upp og klæðast rauðu setti við kápuna. Ég dýrka faux fur detailin á ermunum, sjálf er ég ekki oft í kápum en þessi er klárlega í miklu eftirlæti.
Ég tók hana í M/L til þess að hafa hana aðeins oversized. 

Elska, elska, elska.

--

Kápa - Zara
Skyrta - Asos
Buxur - New Look
Skór - Puma x Fenty Cleated Creeper


--

Þar til næst x,

Anna 
Instagram: annasbergmann