Dökkt & róandi svefnherbergi

07 Feb 2018

Það greip augað mitt, svefnherbergið í þessu innliti. Liturinn á veggjunum er hlýlegur og róandi. Teppið á gólfinu og gardínurnar skapa svo einhverja kósý-stemmingu. 


Það er eitthvað furðulega flott við að hafa sófaborð þarna við endann. Allavega finnst mér alltaf flott ef pláss leyfir fyrir bekk við enda á hjónarúmi.


Fyrir mér er þetta alveg ótrúlega kósý og huggulegt yfirbragð sem ég væri til í að ná í svefnherberginu mínu. Það gerði kona athugasemd undir mynd hjá mér sem ég birti á skreytum hús grúbbunni og talaði um moldarkofastíl, hún var líklegast að tala um dökka yfirbragðið sem er í mínum stíl, hún mundi sennilega segja það sama hérna. 

Ég er með sambærilegan lit á veggjunum í herbergjunum hjá strákunum mínum. Ég er mjög ánægð með hann og okkur finnst hann mjög hlýlegur og fallegur.


Instagram @sarasjofn