BOLLUDAGURINN

08 Feb 2018

Nú fer bolludagurinn að skella á og sennilega margir orðnir spenntir fyrir honum. Ég að minnsta kosti elska þennan dag og hef alltaf gert. 
Ég ákvað að skella í mjög fljótlegt bollukaffi sem tók enga stund að græja.

______________________

Færslan er unnin í samstarfi við Good Good Brand. 

 Lykilvörurnar sem ég notaði eru frá íslenska fyrirtækinu Good Good Brand sem sérhæfir sig í sykurlausum vörum og náttúrulegum sætuefnum. Einungis er notast við náttúruleg sætuefni sem finnast í náttúrunni, vörurnar eru því lausar við gervisætu líkt og aspartam. 

Ég prufaði að nota bláberja- & jarðaberjasultu ásamt choco hazel smyrjunni og það heppnaðist mjög vel.
Það fer svo auðvitað eftir smekk hvers og eins hvað fólk vill á bolluna sína. Ég til að mynda er nokkuð klassísk og vill hafa jarðaberjasultu, rjóma og súkkulaði ofan á.
Það er síðan hægt að gera ýmislegt annað en þetta hefðbundna eins og til dæmis bláberjarjóma með því að setja skeið af bláberjasultunni út í rjómann og þeyta svo. Smyrja síðan inn í með súkkulaðinu og strá flórsykri yfir. Það gæti verið skemmtilegt tvist!
 

Ég nýtti mér þessa fallegu birtu sem var í dag í smá myndatöku og ætla deila afrakstrinum með ykkur. 
 
Þessar vörur komu mér virkilega á óvart, ég verð að viðurkenna það. 
Ég er týpan sem pæli ekkert allt of mikið í því hvað ég borða og er því mjög ánægð að hafa fengið að kynnast þessum vörum. Þær eru klárlega betri kostur en það sem ég hef verið að láta ofan í mig og ekki síður ljúffengar. 

Þið fáið Good Good Brand vörurnar í öllum helstu matvöruverslunum. 

Njótið helgarinna og bolludagsins,