Ljómandi húð

08 Feb 2018

Förðun eftir mig fyrir Tímaritið Blæti, ljósmyndari Saga Sig

 

Eins og ég hef oft talað um áður er ég mjög veikur fyrir ljómandi húð. Það er ekkert sem toppar fallega farðaða, ljómandi húð fyrir mér. Það eru margir sem halda að ef þau ætla að ná fram ljómandi húð þá verði þau einn stór olíupollur í framan og nota því bara mattan farða og mikið púður. En það er alls ekki málið. 

Skref 1

Til að ná fram fallegri, ljómandi húð án þess að verða olíukenndur í framan þarf fyrst og fremst að nota gott rakakrem. En það gildir um allar húðtýpur. Þeir sem eru með olíukennda húð geta keypt sér rakakrem sem er með mattandi eiginleikum. Eins og t.d. Embroylisse rakakremin. Annars finnst mér Hydra Genius frá L’Oréal mjög góð og henta flestum og hægt er að kaupa fyrir flestar húðgerðið - þurra og viðkvæma húð, þurra húð og blandaða og olíumikla húð. 

 

Förðun eftir mig fyrir Húrra Reykjavíkljósmyndari -Ólafur Alexander, Model - Melkorka Pitt

 

 

Skref 2

Primer

Mér finnst best að nota MAC Strobe Cream eða Milani - Prime Light Strobing + pore minimizing face primer. 

Ef þú átt ekki svoleiðis þá er líka bara fínt að nota góðan primer, með mattandi eignileikum eða rakagefandi. En samt sem áður þá mæli ég með því að nota strobe primer. 

Förðun eftir mig fyrir Tímaritið Blæti, ljósmyndari Vaka Njáls, model Unnur Birna Backman 

 

Skref 3

Fyrir ljómandi húð er bæði hægt að nota mattan og dewy farða. Mér persónulega finnst það koma miklu betur út að nota dewy farða. Mér finnst flottast að nota Maybelline Luminous + Smooth Foundation. Mjög léttur, náttúrulegur og rakagefandi farði sem hentar nánast öllum. 

Förðun eftir mig, ljósmyndari Antonía Lárusdóttir, model Thelma Guðmundsen 

 

Skref 4. 

Trikkið við að fá farðann til að vera aðeins meira ljómandi er að bæta smá andlits olíudropum (mæli ekki með fyrir þá sem eru extra olíukenndir).       Eins og er þá er ég að notast við olíu frá Guerlain, bæti við tveim - þrem dropum. Síðast en ekki síst er ég alltaf með liquid highighter frá NYX Professional Makeup - Born to Glow Sun Beam sem ég set líka smá dropa af í farðann og blanda síðan allt saman áður en ég set hann á húðina. Blanda honum síðan jafnt  yfir allt andlitið með Beauty Blender

Förðun eftir mig fyrir Spúútnik, ljósmyndari Vaka Alfreðsdóttir, model Thelma Torfa

 

Skref 5. 

Set hyljara undir augu, framan á nef og fremst á ennið og blanda hann síðan líka út með Beauty Blender. Festi hyljarann með glæru púðri undir augunum, og set líka smá púður framan á ennið og á/í kringum nefið. 

Ég notast aðalega við Fit Me hyljarana frá Maybelline

Förðun eftir mig fyrir Húrra Reykjavík, ljósmyndari Ólafur Alexander, model Matthildur Margrét

 

Skref 6. 

Bronzer og highlighter. 

Ég notast alltaf við Highlight and Contour Pro Palette frá NYX Professional Makeup. Það er palletta sem inniheldur fjóra mismunandi liti af sólarpúðri, tvö púður fyrir húðina og tvo highlightera. Ég byrja alltaf á að nota ljósasta kalda skyggingarlitinn í pallettunni og dekki síðan eftir því sem þarf - fer eftir hversu ljós manneskjan er. 

Förðun eftir mig, ljósmyndari Berglaug Garðarsdóttir, model Thelma Torfa

 

Nota síðan smá af highlighter úr Strobe of Genius Illuminating Palette frá NYX Professional Makeup á kinnbein, nef og enni. Það þarf ekki mikið af þessum highlighter þar sem það er nú þegar kominn ljómaprimer og ljómakrem í farðann. En auðvitað geta þeir sem vilja alveg blindandi highlighter farið alla leið með þetta. 

 

Skref 7. 

Setja smá af ljósasta skyggingarlitnum í Highlight and Contour pallettunni í glóbuslínu á augunum og smá highlighter úr Strobe of Genius pallettuni í innri augnkrók og undir augabrúnirnar á augnbeinið

Smá kinnalitur frá Milani - í litnum Luminoso

 

 

Svona næ ég fram ljómandi og fallegri náttúrulegri húð.  En auðvitað er hægt að vera með hvaða augnförðun sem er við svona húð og hvaða varalit sem er. Eins og ég hef oft sagt áður að þá er undirstaða fallegrar förðunar - falleg húð. Þegar húðin er falleg þá spilar allt annað með. 

 

Vonandi hefur þetta hjálpað einhverjum sem vill vera ljómandi babe í þessu klikkaða veðri. 

 

Þar til næst

 

xxx

 

 

ig @alexandersig

Makeup ig @facesbyalexsig