Eggplant Parmesan

09 Feb 2018

Hver segir að grænmetisréttir þurfi að vera leiðinlegir? Hér er einn af mínum uppáhalds grænmetisréttum, eggplant parmesan. 
Fullkomin réttur fyrir #meatlessmonday eða alla aðra daga.

Ég fékk margar fyrirspurnir um uppskrift eftir að ég deildi réttinum á Instagram hjá mér sem mér finnst alltaf jafn gaman.

Á mánudögum reyni ég alltaf að elda grænmetisrétti og þú getur fundið nokkra með að smella hér á #meatlessmonday og þá færðu upp blogg frá mér með grænmetisréttum.

Ég reyndar gerði salat með smá hráskinku en mér til varnar var ekki mánudagur.

En að parmesan eggaldin réttinum..
 

Hráefni

2 miðstærðir af eggaldin

3 egg

1/2 bolli hveiti

2 bollar brauðrasp

1 teskeið oregano

1 teskeið þurrkað basil

1 mozzarella kúla

1/2 bolli parmesan

Salt&pipar

 

Sósan

Ólífuolía

2 miðlungs laukar

4 hvítlauksgeirar

1 teskeið chiliflögur

1 teskeið hunang

2 dósir niðursoðnir tómatar
 

Aðferð

Hitið ofninn í 180°

Mér finnst stundum eggaldin oft vera smá beisk á bragðið þannig ég byrja á því að skera eggaldinið í um það bil 2-3 cm sneiðar. Raða þeim á disk eða ofnplötu og strái salti yfir allar sneiðarnar og læt liggja í 30 mín til klukkutíma. Saltið dregur í sig vökvann og beiska bragðið. Skolið rétt af með með köldu vatni og þurrkið.

Á meðan er hægt að byrja á sósunni. Hitið pönnu á miðlungshita með olíu og steikið smátt saxaðan laukinn, hvítlaukinn, chilipiparinn og smá salt og pipar. Steikið þangað til að laukurinn er farin að vera aðeins mjúkur, um 3-5 mínútur. Bætið við hunanginu og tómötunum, lækkið hitann og látið malla í 20 mín á lágum hita og hrærið inná milli.

Takið til 3 skálar. Í eina skál skuli þið setja eggin og hræra þeim saman, aðra skál með hveiti og önnur skál skulu þið setja brauðraspið, oregano, basil, salt og pipar og blandið saman.

Dýfið eggaldinsneiðunum í hveitið og hristið vel af allt lausa hveitið, þaðan í eggin og svo að lokum raspið.
Raðið eggaldinsneiðunum á ofnplötu með smjörpappír og setjið inni ofn í 5-7 mínútur eða þangað til það er aðeins orðið gullbrúnt, takið út og snúið við í aðrar 5-7 mínútur.

Við viljum að þetta líti út eins og á myndunum

Finnið til eldfastmót og setjið tómatsósuna á botninn, síðan eggaldinsneiðunum ofan á. Skerið og raðið síðan mozzarella sneiðunum yfir og að lokum stráið yfir parmesan.

 


Setjið inní ofn í 15-20 mín eða þangað til osturinn er bráðnaður.
 

Mér finnst gott rauðvín persónulega betra með réttum sem eru með tómatsósu og osti.

Þessi réttur er ótrúlega góður og eins og ég sagði einn af mínum uppáhalds grænmetisréttum.

Ef þú eldar einhverja rétti eftir mig þætti mér ótrúlega saman að sjá og heyra frá þér hér fyrir neðan.
Er áhugi fyrir fleiri fjölbreyttum grænmetisréttum? Smelltu á Like til að láta mig vita.