Húðrútínan mín

09 Feb 2018

Ég hef alltaf haft mikinn metnað fyrir húðinni minni, bæði þegar kemur að því að hreinsa hana og næra.

Ég hef gengið í gegnum slæm húðtímabil eins og mjög margir en í kjölfarið hef ég lært að hugsa vel um hana. Ég tek mér góðan tíma í að þrífa hana, bæði kvölds og morgna. Ef það er eitthvað sem ég hef lært þá er það algjört lykilatriði að halda húðinni hreinni og vel nærðri. 

Fyrir nokkrum mánuðum síðan langaði mig að finna aðra og betri leið til þess að þrífa húðina mína en þá mælti góð vinkona með Mia burstanum frá Clarisonic. Mia burstinn er klárlega fjárfesting útaf fyrir sig en samt sem áður hverrar krónu virði. Ég fann og sá gífurlegan mun eftir aðeins nokkrar vikur. Húðin mín var mýkri, stynnri og yfir allt mikið betri. Eftir fyrstu skiptin fann ég að húðin mín tók smá break-out tímabil en það var eðlilegt þar sem að burstinn hreinsar svo rosalega vel.
Hér er bustinn frá Clarisonic, hreinsifroðan sem ég nota með og svo hvernig dreifingin á andlitinu fer fram.
Ég þríf húðina bæði kvölds og morgna. 


Toner sem bjargaði húðinni minni

Clarifying lotion frá Clinique í Acne Solutions línunni.
Þessi vara er 
hands down það besta sem hefur gerst fyrir húðina mína. Ég gekk í gegnum slæmt húðtímabil þegar ég bjó í London og prufaði heilan helling af mismunandi vörum sem áttu að koma henni í jafnvægi. Það var ein vara sem stóð uppúr og það er þessi toner frá Clinique. Ég nota hann bæði kvölds og morgna á hreina húð og ég finn hversu vel ég sótthreinsa húðina. Algjör SNILLD sem allir ættu að eiga!
 


Vörur sem ég nota dagsdaglega á húðina

Truth serum-ið frá Ole Hendriksen.
Tær snilld sem inniheldur m.a. collagen og c-vítamín. Ég er búin að vera að nota það í næstum því ár núna og ég sé þvílíkan mun. Það eykur ljóma og gefur húðinni góða lyftingu.

GinZing rakakremið frá Origins.

Létt og mjög rakagefandi dagkrem sem ég dýrka.

Pep-start frá Clinique
Ég elska elska elska augnkrem og hef frá því að ég man eftir mér verið að stelast í kremin hennar mömmu. Mér finnst Pep-start mjög gott og ég sé klárlega mun á augnpokunum en persónulega hef ég meira dáleiti á kælandi augnkremum.

Vara serum-ið frá NIOD, fæst í MAÍ verslun. 
Gerir varirnar plump á aðeins einni mínútu. Ég mun gera sér færslu um þessa frábæru vöru von bráðar.Andlitssprey sem ég skiptist á að nota

Rakasprey-ið frá Mario Badescu sem líklega flestir kannast við. Það inniheldur aloe vera plöntuna, jurtir og rósavatn. Ég varð rosalega skotin í þessu spreyi um leið og ég keypti mér það fyrir slysni. 

Rakasprey frá The Body Shop sem inniheldur c-vítamín. Þetta rakasprey er algjör c-vítamín bomba en ég finn hvernig húðin mín frískast upp þegar ég spreyja því yfir. 


Uppáhalds maskarnir mínir í augnablikinu

Ég er algjör maskaperri og finnst fátt skemmtilegra en að kaupa mér nýja fína maska. Þessir komu með mér heim frá Bali en ég fékk þá í The Body Shop
Himalayan Charcoal djúphreinsir en British Rose er rakamaski. Algjör snilld þetta duo!
Ég er mjög dugleg við að dekra við sjálfa mig og tek ég maskakvöld allavega einu sinni í viku, en það er mælt með að nota maska á fimm daga fresti.

--


Þar til næst x,

Anna 
Instagram: annasbergmann