Outfit post #1

11 Feb 2018

Ég fer nánast undantekningalaust hverja einustu helgi niður í bæ á kaffihús. Ég bara dýrka að klæða mig upp og gerast aðeins menningarleg. Mig langaði að deila með ykkur hverju ég klæddist í gær, á þessum fallega en kalda laugardegi.

Eins og hefur varla farið framhjá neinum þá hefur veðrið verið mjög stormasamt undanfarið og því mikilvægt að vera vel klæddur. Ég er nýbúin að kaupa mér kápu og ákvað ég því að klæðast henni, paraða við rúllukragapeysu.

Ég er mjög skotin í þessu outfiti, en að mínu mati er það mjög Önnu-legt. --

Kápa - Pull & Bear, fæst á Asos
Rúllukragapeysa - 66°Norður
Buxur - All Saints
Sólgleraugu - Saint Laurent
Taska - Saint Laurent 

Skór - Puma x Fenty Cleated Creeper

--

Þar til næst x,

Anna 
Instagram: annasbergmann