Spænskur heilgrillaður kjúklingur

12 Feb 2018

Alveg ótrúlega góður heill kjúklingur í spænskum búningi. Það er ekki mikið af hráefnum í þessum rétt en þau passa öll ótrúlega vel saman. Rétturinn er borin fram með tómatasalati og dressingu. Þetta er fullkomin heitur réttur fyrir valentínusardaginn með góðu spænsku rauðvíni ef þið spyrjið mig. Uppskriftin var innblástur frá heimasíðunni hjá Jamie Oliver.com 


Hráefni

1.6 kg kartöflur, skrældar og skornar niður í 2.5 cm sneiðar

4 sítrónur
1 lúka af steinselju
2 kg heill kjúklingur
300 g Chorizo pulsa
2 hvítlauksgeirar
Olía
Salt&pipar

 

Aðferð

Hitið ofninn í 220°. Sjóðið vatn í potti, setjið kartöflurnar og 2 af sítrónunum í og sjóðið saman í 5 mínútur. Sigtið vatnið frá og búið til fullt af litlum götum í sítrónurnar. Ástæðan fyrir því er að þið setjið þær inní kjúklinginn og þá lekur safinn úr sítrónunum sem gefur bragð og sítrónurnar hitna og kjúklingurinn eldast hraðar. Saman bragðast þetta og lyktar betur.
 Skerið stönglana af steinseljunni og setjið inní kjúklinginn með sítrónunum. Saltið og piprið kjúklinginn ásamt kartöflunum. Skerið Chorizo pulsurnar í ½ cm sneiðar. Finnið til eldfast mót og setjið bökunarpappír yfir og ýtið í formið þangað til að það liggur niðri og stendur aðeins uppúr. Setjið kartöflurnar og ¾ af Chorizo sneiðunum í botninn ásamt smá af smátt saxaðri steinselju og olíu. Setjið kjúklinginn ofan á kartöflurnar  og inn í ofn í 1 klukkutíma og 20 mínútur.
 

Á meðan kjúklingurinn eldast, rífið sítrónubörkinn niður af hinum tveimur sítrónunum, ásamt smátt saxaðri steinselju, pressuðum hvítlauksgeirum, salti, pipar og olíu.

Síðustu 15 mínúturnar af kjúklingum raðið þá restinni af chorizo pulsunni ofan á kjúklinginn.

Þegar kjúklingurinn er eldaður takið hann út, úr mótinu og leggjið til hliðar. Setjið kartöflurnar aftur inní ofninn í nokkrar mínútur til að gera þær stökkar.

Kartöflurnar verða hrikalega bragðgóðar eftir að paprikubragðið, ogolíurnar frá Chorizo pulsunni. Chorizo pulsurnar verða á sama tíma stökkar og bragðgóðar.
Ef það er einhver olía og kraftur eftir í mótinu hellið þá annað hvort yfir kjúklinginn þegar þið eruð búin að skera hann niður eða yfir kartöflurnar.

Skerið í kjúklinginn niður í bita og berðu fram með kartöflunum og dressingunni.
Gott er að bera fram með klettasalati eða ferskum tómötum og rauðlauk.